Vöruhúsastjóri

 • Innnes ehf
 • 15/03/2019
Fullt starf Iðnaðarmenn Skrifstofustörf Stjórnendur Verslun og þjónusta Önnur störf

Um starfið

Innnes ehf. leitar að öflugum leiðtoga í starf vöruhúsastjóra. Vöruhúsastjóri kemur til með að starfa í krefjandi og líflegu umhverfi þar sem breytingar og framþróun eru lykill að árangri. Hann mun vera lykilaðili í uppbyggingu, innleiðingu og rekstri á nýju hátækni vöruhúsi félagsins sem stefnt er á að hefji starfsemi um mitt ár 2020.

 

Vöruhús er hluti af aðfangakeðju Innnes og starfa þar um 100 starfsmenn í 4 deildum, þ.e. vörumóttöku, tiltekt, dreifingu og framleiðslu.

 

Starfssvið

 • Ábyrgð á daglegum rekstri vöruhússins
 • Áætlanagerð launa og rekstrarkostnaðar
 • Uppsetning og innleiðing ferla til hámörkunar árangurs
 • Kostnaðareftirlit og stöðugar umbætur
 • Starfsmannastjórnun
 • Umsjón og eftirfylgni með lykilmælikvörðum vöruhúsa
 • Umsjón með vöruhúsakerfum
 • Tryggja að gæða- og öryggiskröfum sé fylgt eftir
 • Upplýsingagjöf til framkvæmdastjóra
 • Önnur tilfallandi störf

 

Menntunar og hæfniskröfur

 • Reynsla og þekking á starfsemi vöruhúsa er skilyrði
 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Þjónustulund og jákvætt hugarfar
 • Frumkvæði og sjálfstæði
 • Faglegur metnaður og öguð vinnubrögð
 • Stefnumiðuð hugsun og drifkraftur
 • Góð íslensku og enskukunnátta
 • Góð tölvukunnátta

 

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

 

Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferlisskrá ásamt kynningarbréfi.

 

Upplýsingar um starfið veitir Jóhanna Þorbjörg Jónsdóttir framkvæmdastjóri aðfangakeðju í tölvupóstfangi jtj@innnes.is og í síma 660 4006.

 

Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2019.

 

Umsækjendur sem koma til greina í starfið verða kallaðir til viðtals eftir því sem umsóknir berast