Sumarstörf hjá Olíudreifingu

  • Olíudreifing
  • 15/03/2019
Sumarstarf Bílar Iðnaðarmenn

Um starfið

Olíudreifing leitar að bílstjórum í sumarstörf staðsetta í Reykjavík, Akureyri, Austurlandi, Snæfellsnesi og í Vestmannaeyjum. Um fjölbreytt störf er að ræða við olíudreifingu á tanka, skip og vinnuvélar.

Hæfniskröfur

Meirapróf
Þjónustulund og jákvæðni
Hæfni í mannlegum samskiptum
Geta unnið sjálfstætt
ADR réttindi kostur
Íslenskukunnátta kostur

Olíudreifing greiðir ADR námskeið og laun á námskeiðstíma fyrir þá bílstjóra sem ekki hafa ADR réttindi. Við hvetjum jafnt konur og karla til að sækja um störfin.

Nánari upplýsingar veitir Helgi Marcher Egonsson í síma 550 9937 (Reykjavík, Austurland, Snæfellsnes og Vestmannaeyjar) og
Guðjón Páll Jóhannsson í síma 550-9910 (Akureyri).

Sótt er um störfin á vef Olíudreifingar.

Ráðningartíminn er sveigjanlegur, getur verið allt frá byrjun apríl til loka september.