Laxar Fiskeldi - Stöðvarstjóri (Bakki í Ölfusi)

 • Intellecta
 • 15/03/2019
Fullt starf Rannsóknir Sérfræðingar Sjávarútvegur

Um starfið

Laxar Fiskeldi óskar eftir að ráða stöðvarstjóra á Bakka í Ölfusi. Leitað er að skipulögðum og úrræðagóðum einstaklingi sem gerir skýrar væntingar til starfsmanna sinna, byggir upp traust og fær þá með sér. Æskilegt er að viðkomandi búi í innan við 15 mínútna fjarlægð frá stöðinni og geti hafið störf sem fyrst. Starfsemi stöðvarinnar er á vöktum. 

Útgáfudagur 15-03-2019 Umsóknarfrestur 01-04-2019 Númer 981879

Upplýsingar um fyrirtækið

Laxar Fiskeldi ehf. er fyrirtæki sem stundar laxeldi á Íslandi. Fyrirtækið er að meirihluta í eigu Måsøval Eiendom, sem er norskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur 45 ára reynslu af laxeldi. 
Fyrirtækið rekur tvær seiðaeldisstöðvar að Bakka og Fiskalóni í Ölfusi auk þess sem landstöð er starfrækt í Þorlákshöfn. Auk þess eru Laxar Fiskeldi með sjókvíaeldi í Reyðarfirði þar sem fyrirtækið hefur leyfi til að framleiða allt að 9.000 tonn af laxi í sjókvíum á þremur stöðum en fyrirhuguð framleiðsla félagsins á Austfjörðum til lengri tíma litið mun nema um 25.000 tonnum.

Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á www.laxar.is

Helstu verkefni

 • Ber ábyrgð á tæknilegum og daglegum rekstri stöðvarinnar
 • Tryggir líffræðilegan grundvöll og fiskivelferð stöðvarinnar
 • Skipuleggur og fylgir eftir eldisverkefnum og viðhaldi
 • Tryggir innra eftirlit, gæða-, öryggis- og umhverfisstjórnun stöðvarinnar
 • Ber ábyrgð á eldisrekstri og árangri
 • Starfsmannahald og þjálfun starfsmanna
 • Skýrslugerð og skráningar

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Reynsla af fiskeldi. Reynsla af seiðaeldi er kostur
 • Menntun sem nýtist í starfi, helst í fiskeldisfræðum
 • Stjórnunarreynsla er æskileg
 • Frumkvæði og drifkraftur
 • Skipulags- og samskiptahæfni

 

Aðrar upplýsingar

Nánari upplýsingar veita Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 512 1225 og einnig Jóhannes Sigurðsson framleiðslustjóri seiðaeldis í síma 837-5750. Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl 2019. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf, þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið.