Sérfræðingur í áhættustýringu

 • Kvika
 • 15/03/2019
Fullt starf Fjármálastarfssemi Sérfræðingar

Um starfið

Við leitum að öflugum sérfræðingi í áhættustýringu Kviku banka.

Helstu verkefni:

 • Greining og mat á áhættuþáttum í starfsemi bankans
 • Skýrslugjöf til stjórnenda og eftirlitsaðila.
 • Þróun aðferða og kerfa innan áhættustýringar.
 • Þátttaka í þróun og viðhaldi upplýsingakerfa innan bankans.
 • Þróun á sjálfvirkni í upplýsingaöflun, skýrslugerð og vöktun.

Hæfni og þekking:

 • Þekking og reynsla af áhættustýringu og/eða fjárstýringu er nauðsynleg.
 • Reynsla af úrvinnslu gagna og notkun SQL er nauðsynleg.
 • Reynsla af greiningum og hugbúnaðargerð með t.d. R eða Python er æskileg.
 • Reynsla af XBRL skýrsluskilum til eftirlitsaðila kostur.
 • Háskólapróf á framhaldsstigi í verkfræði, tölvunarfræði, viðskiptafræði eða öðru sambærilegu.
 • Reynsla af greiningarvinnu og mjög góð greiningarhæfni.
 • Gott vald á úrvinnslu og framsetningu talna og gagna.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum.

Umsóknarfrestur er til og með 28. mars.

Sækið um hér