Flutningastarfsmaður í vaktavinnu

  • Landspítali
  • Hringbraut, 101 Reykjavík
  • 29/03/2019
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Þjónustudeild rekstrarsviðs Landspítala auglýsir laust til umsóknar vaktavinnustarf í flutningaþjónustu á Landspítala á Hringbraut. Starfið felst í fjölbreyttum flutningaverkefnum, aðallega þó flutningi á vörum, matarvögnum, líni og sorpi til og frá deildum. Að megninu til fara flutningarnir fram innan veggja spítalans en hluti starfsins felst þó í ferðum milli starfsstöðva spítalans.

Unnið er á 12 tíma vöktum, fjóra daga í einu, fjögurra daga frí. Næturvaktir á þriðju hverri vaktatörn. Vaktaskipti kl. 7:30 og 19:30.
Við leitum að ábyrgðarfullum, samviskusömum, nákvæmum og jákvæðum einstaklingum sem hafa gaman af því að þjónusta og vera á hreyfingu í vinnunni.

Í þjónustudeild rekstarsviðs starfa um 50 manns að fjölbreyttri og mikilvægri þjónustu við deildir, sjúklinga og gesti spítalans. Flutningaþjónustan er hluti þjónustunnar sem þjónustudeild veitir. Þar sjá um 30 manns um flesta innri flutninga á spítalanum. Helstu verkefni felast í flutningi sjúklinga milli deilda, flutningi á sýnum, blóðeiningum, pósti, hraðsendingum o.fl. Við sjáum einnig um að dreifa vörum og líni til deilda og hirða frá þeim sorp og lín. Einnig sjáum við um rúmaþjónustu en í henni felst þrif, sótthreinsun og uppábúningur rúma.

Starfsmenn þjónustudeildar starfa eftir þjónustustefnu þar sem markmiðið er að vera til fyrirmyndar í þjónustu.
Við bjóðum lífleg störf hjá traustum vinnuveitanda, góðan starfsanda, gott mötuneyti og öflugt starfsmannafélag. Störfin sem um ræðir eru bæði á spítalanum við Hringbraut og í Fossvogi og eru laus mjög fljótlega. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð » Flutningur á vörum, líni, matarvögnum, sorpi o.fl.
» Sýna- og blóðflutningar

» Flutningur á vörum, líni, matarvögnum, sorpi o.fl.
» Sýna- og blóðflutningar

Hæfnikröfur » Hæfni í mannlegum samskiptum og mikil þjónustulund
» Sjálfstæði og samviskusemi í störfum
» Góð íslenskukunnátta
» Bílpróf nauðsynlegt

» Hæfni í mannlegum samskiptum og mikil þjónustulund
» Sjálfstæði og samviskusemi í störfum
» Góð íslenskukunnátta
» Bílpróf nauðsynlegt

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 15.04.2019 Nánari upplýsingar Geir Þórðarson, geirtho@landspitali.is, 825 5177 LSH Flutningar H Hringbraut 101 Reykjavík