Hjúkrunarfræðingar - Fjölbreytt, krefjandi og spennandi hjúkrun á skurðlækningasviði Landspítala

  • Landspítali
  • Hringbraut, 101 Reykjavík
  • 29/03/2019
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta Skrifstofustörf

Um starfið

Við leitum eftir áhugsömum og framsæknum hjúkrunarfræðingum til starfa á hinar ýmsu deildir skurðlækningasviðs. Starfshlutfall er samkomulag. Við bjóðum nýútskrifuðum jafnt sem reynsluboltum velkominn í okkar hóp. Á sviðinu gefst frábært tækifæri til að öðlast góða faglega færni í að sinna fjölbreyttri, krefjandi og spennandi hjúkrun.

Á skurðlækningasviði er veitt almenn og sérhæfð meðferð á legu-, dag- og göngudeildum á sviði kviðarholsskurðlækninga, augnlækninga, brjóstholsskurðlækninga, bæklunarskurðlækninga, heila- og taugaskurðlækninga, háls-, nef- og eyrnalækninga, lýtalækninga, þvagfæraskurðlækninga og æðaskurðlækninga. Á sviðinu er einnig umfangsmikil göngudeildarstarfsemi, bæði almenn móttaka fyrir og eftir skurðaðgerðir ásamt sérhæfðri þjónustu við sjúklinga. Þá annast sviðið rekstur á næringarstofu og miðstöðvar um sjúkraskrárritun. Starfsstöðvar skurðlækningasviðs eru í Fossvogi, við Hringbraut, Eiríksgötu og í Kópavogi.

Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala (sjá myndskeið undir frekari upplýsingar).

Helstu verkefni og ábyrgð » Ákveða, skipuleggja og veita hjúkrunarmeðferð í samráði við skjólstæðing og bera ábyrgð á meðferð
» Skipuleggja og veita fræðslu til sjúklinga og aðstandenda
» Þátttaka í teymisvinnu

» Ákveða, skipuleggja og veita hjúkrunarmeðferð í samráði við skjólstæðing og bera ábyrgð á meðferð
» Skipuleggja og veita fræðslu til sjúklinga og aðstandenda
» Þátttaka í teymisvinnu

Hæfnikröfur » Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
» Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
» Íslenskt hjúkrunarleyfi

» Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
» Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
» Íslenskt hjúkrunarleyfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt hjúkrunarleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur. Handleiðsla og fræðsla á starfsþróunarári (myndskeið)

Starfshlutfall 20 - 100% Umsóknarfrestur 15.04.2019 Nánari upplýsingar Hrönn Harðardóttir, hronhard@landspitali.is, 543 1150 LSH Skrifstofa skurðlækningasviðs Hringbraut 101 Reykjavík