Skipstjóri - Sumarafleysing

  • Elding Hvalaskoðun Reykjavík ehf
  • Elding Whale Watching, Ægisgarður, Reykjavík, Ísland
  • 29/03/2019
Sumarstarf Ferðaþjónusta Sjávarútvegur

Um starfið

Elding Hvalaskoðun Reykjavik ehf. auglýsir eftir skipstjóra í sumarafleysingar.

í starfinu fels tað sigla bátum fyrirtækisins í hvalaskoðun, lundaskoðun og öðrum ævintýraferðum félagsins ásamt því að sinna viðhaldi báta, tækja og annarra eigna í samráði við viðhaldsstjóra. 

Skipstjóri stýrir áhöfn um borð og sér til þess að aljþjóðasamþykktum STCW sé framfylgt og tryggir að öryggismál um borð séu í lagi og að áætlun um öryggisæfingar sé framfylgt.

Fyrirtækið sinnir farþegaflutningum og sér skipstjóri, ásamt öðrum áhafnarmeðlimum, um aðstoð og þjónustu við farþega og ber ábyrgð á þrifum og frágangi eftir ferðir. 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Gilt STCW-skipstjórnarskírteini sem og fjarskiptaréttinda fyrir báta allt að 45 metra að lengd.
  • STCW grunnnámskeið ásamt hóp- og neyðarstjórnun.
  • Þekking á öryggismálum farþegaskipa, góð ensku- og íslenskukunnátta, stundvísi og reglusemi. 
  • Sveigjanleiki og góð hæfni í mannlegum samskiptum.

Við leitum að starfsmanni sem getur hafið störf í kringum 15. maí n.k.

Frekari upplýsingar gefur Bárður Hilmarsson, útgerðarstjóri, netfang: bardur@elding.is

Umsóknir skal senda á netfangið bardur@elding.is