Tæknimaður í þjónustu

 • Valka
 • Valka Ehf., Vesturvör, Kópavogur, Ísland
 • 01/04/2019
Fullt starf Iðnaðarmenn Sérfræðingar Upplýsingatækni

Um starfið

Við leitum að öflugum og þjónustulunduðum starfsmanni í þjónustuteymið okkar. 

 

Hlutverk starfsmannsins er að eiga samskipti við viðskiptavini Völku hérlendis og erlendis, einkum í gegnum síma og tölvu, greina vanda þeirra og annað hvort leysa hann eða beina vandamálunum í réttan farveg. 

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Tæknimenntun eða iðnmenntun í rafmagni eða vélum
 • Mikil tölvufærni og innsýn í hugbúnaðarkerfi er nauðsynleg
 • Reynsla af sjálfvirkum kerfum
 • Sjálfstæði og hugrekki til að takast á við nýjungar
 • Mikill vilji og geta til að læra hratt
 • Reynsla úr sjávarútvegi- eða matvælaiðnaði er kostur
 • Hæfni í samskiptum, lipurð og góð þjónustulund
 • Liðsmaður fram í fingurgóma 

Nánari upplýsingar:
Leifur Geir Hafsteinsson, mannauðsstjóri Völku  

 

Um Völku

Valka er alþjóðlegt og ört vaxand hátæknifyrirtæki sem hefur þróað, hannað og framleitt vél- og hugbúnað á heimsmælikvarða fyrir sjálfvirka fiskvinnslu út um allan heim frá stofnun árið 2003.
 

Hjá Völku gegnir hugvit, þekking og kunnátta starfsmanna lykilhlutverki og við leggjum ríka áherslu á að byggja upp framsækinn, kraftmikinn og samheldinn vinnustað þar sem fólki líður vel. 
 

Við leitum stöðugt að öflugu fólki með menntun á sviði iðngreina, verkfræði, tölvunarfræði og tæknifræði og hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störf hjá okkur.