Framleiðsluhönnuður (Manufacturing engineer)

 • Valka
 • Valka Ehf., Vesturvör, Kópavogur, Ísland
 • 01/04/2019
Fullt starf Iðnaðarmenn Sérfræðingar

Um starfið

Við leitum að öflugum, lausnamiðuðum og snörpum framleiðsluhönnuði (Manufacturing engineer). 

 

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið

 • Tæknileg samskipti við verktaka bæði innanlands og erlendis
 • Gæða- og kostnaðareftirlit, úttektir á verkum og betrumbætur á framleiðsluferlum. 
 • Gerð framleiðsluleiðbeininga og tékklista (FAT) fyrir tæki Völku 
 • Leiðandi hlutverk í stöðlun tækjabúnaðar 
 • Úthýsing verkefna, undirbúningur og eftirfylgni
 • Hönnunarbreytingar á vélbúnaði til að lækka framleiðslukostnað 
 • Rýni, aðlögun og leiðréttingar á framleiðsluteikningum

Hæfniskröfur

 • Tæknimenntun svo sem verk-, tækni- eða iðnfræði
 • Góð þekking á SolidWorks
 • Þekking og brennandi áhugi á vinnslukerfum 
 • Þekking á framleiðsluferlum
 • Reynsla af framleiðsluteikningum og vélahönnun
 • Reynsla úr fisk/matvælavinnslu er kostur
 • Gott vald á ensku, norðurlandamál kostur
 • Skipulögð vinnubrögð og frumkvæði
 • Liðsmaður fram í fingurgóma
 • Jákvætt viðmót og góð samskiptafærni

Nánari upplýsingar:
Leifur Geir Hafsteinsson, mannauðsstjóri Völku  

 

Um Völku

Valka er alþjóðlegt og ört vaxand hátæknifyrirtæki sem hefur þróað, hannað og framleitt vél- og hugbúnað á heimsmælikvarða fyrir sjálfvirka fiskvinnslu út um allan heim frá stofnun árið 2003.
 

Hjá Völku gegnir hugvit, þekking og kunnátta starfsmanna lykilhlutverki og við leggjum ríka áherslu á að byggja upp framsækinn, kraftmikinn og samheldinn vinnustað þar sem fólki líður vel. 
 

Við leitum stöðugt að öflugu fólki með menntun á sviði iðngreina, verkfræði, tölvunarfræði og tæknifræði og hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störf hjá okkur.