Vefforritari í framendavinnslu

 • Valka
 • Valka Ehf., Vesturvör, Kópavogur, Ísland
 • 01/04/2019
Fullt starf Upplýsingatækni

Um starfið

Valka leitar að öflugum vefforritara með 3-5 ára reynslu af framendaforritun sem langar að tilheyra sterku liði og vinna hjá spennandi hátæknifyrirtæki í tengslum við einn af grunnatvinnuvegum Íslands.  

 

Valka vinnur hörðum höndum að þróun kerfis sem stýrir framleiðslu í sjávarútvegi. Við notumst við Javascript og VueJS til að keyra framendann. 

 

Starfs- og ábyrgðarsvið 

 • Þróun framenda 
 • Hönnun á viðmóti og notenda upplifun 
 • Hönnun á arkitektúr framenda 

Menntun, reynsla og hæfni 

 • Tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða sambærileg gráða 
 • Reynsla af Javascript, yarn, VueJS, SCSS æskileg 
 • Þekking á MongoDB, nodejs æskileg 
 • Liðsmaður fram í fingurgóma 
 • Metnaður, frumkvæði og skipulagshæfni 
 • Jákvætt viðmót og góð samskiptafærni 
 • Færni í teymisvinnu 
 • Færni í að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku 

Nánari upplýsingar:
Leifur Geir Hafsteinsson, mannauðsstjóri Völku  

 

Um Völku

Valka er alþjóðlegt og ört vaxand hátæknifyrirtæki sem hefur þróað, hannað og framleitt vél- og hugbúnað á heimsmælikvarða fyrir sjálfvirka fiskvinnslu út um allan heim frá stofnun árið 2003.
 

Hjá Völku gegnir hugvit, þekking og kunnátta starfsmanna lykilhlutverki og við leggjum ríka áherslu á að byggja upp framsækinn, kraftmikinn og samheldinn vinnustað þar sem fólki líður vel. 
 

Við leitum stöðugt að öflugu fólki með menntun á sviði iðngreina, verkfræði, tölvunarfræði og tæknifræði og hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störf hjá okkur.