Hjúkrunarfræðingur á öldrunarlækningadeild K1 landakoti

  • Landspítali
  • , 101 Reykjavík
  • 05/04/2019
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Laust er til umsóknar starf hjúkrunarfræðings á öldrunarlækningadeild K1 Landakoti. Við bjóðum jafn velkominn hjúkrunarfræðing sem býr yfir þekkingu og reynslu sem og nýútskrifaðan hjúkrunarfræðing. Deildin er 20 rúma og fer þar fram meðferð og endurhæfing sjúklinga, m.a. með hjarta- og lungasjúkdóma.

Markmiðið er að auka hæfni einstaklingsins til þess að takast á við athafnir daglegs lífs og /eða auka líkamlega, andlega og félagslega færni þeirra. Unnið er eftir hugmyndafræði endurhæfingar sem felst m.a. í því að lögð er áhersla á að endurhæfingin sé sameiginlegt verkefni milli einstaklings sem í hlut á, þeirra sem standa honum næst og þverfaglegs teymis sem viðurkennir framlag allra þeirra sem í hlut eiga.

Á deildinni starfa um 30 manns í þverfaglegu teymi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun. Velkomið að kíkja í heimsókn, áhugasamir hafi samband við Unni deildarstjóra.

Deildin er þátttakandi í tilraunaverkefni innan Landspítala um sveigjanlegra vinnufyrirkomulag hjúkrunarfræðinga í vaktavinnu, með undirbúnings- og frágangstíma og viðbragðsvöktum sem hluta af vinnuskyldu. Markmið verkefnisins er að bæta mönnun og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga á sólarhringsdeildum í bráðaþjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð » Ákveður, skipuleggur og veitir hjúkrunarmeðferð í samráði við skjólstæðing og ber ábyrgð á meðferð
» Skipuleggur og veitir fræðslu til sjúklinga og aðstandenda
» Þátttaka í teymisvinnu

» Ákveður, skipuleggur og veitir hjúkrunarmeðferð í samráði við skjólstæðing og ber ábyrgð á meðferð
» Skipuleggur og veitir fræðslu til sjúklinga og aðstandenda
» Þátttaka í teymisvinnu

Hæfnikröfur » Íslenskt hjúkrunarleyfi
» Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
» Faglegur metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
» Áhugi á hjúkrun aldraðra
» Hæfni og geta til að starfa í teymi
» Góð íslenskukunnátta

» Íslenskt hjúkrunarleyfi
» Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
» Faglegur metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
» Áhugi á hjúkrun aldraðra
» Hæfni og geta til að starfa í teymi
» Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Starfið er laust samkvæmt nánara samkomulagi. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 60 - 100% Umsóknarfrestur 24.04.2019 Nánari upplýsingar Unnur Guðfinna Guðmundsdóttir, unnurgg@landspitali.is, 543 9914/ 824 4630 Bára Benediktsdóttir, baraben@landspitali.is, 543 1787/ 824 5909 LSH Öldrunarlækningadeild A v/Túngötu 101 Reykjavík