Sérfræðilæknir í kvenlækningateymi Landspítala

  • Landspítali
  • Hringbraut, 101 Reykjavík
  • 05/04/2019
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis í kvenlækningateymi kvenna- og barnasviðs Landspítala. Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 1. september 2019 eða eftir samkomulagi.
Um er að ræða starf við almennar, góðkynja kvenlækningar. Starfið fellst í göngudeildarþjónustu, bráðaþjónustu og aðgerðum og því mikilvægt að hafa góða reynslu á þessu sviði.

Í kvenlækningateyminu er lögð áhersla á þverfaglega samvinnu tengt sjúkdómum í kvenlíffærum, en auk þess er náin samvinna með fæðingarteymi Landspítala, þar sem samstarf er um læknisþjónustu utan dagvinnutíma með sérfræðilæknum fæðingarteymis.

Helstu verkefni og ábyrgð » Sérfræðistörf í samráði við viðkomandi yfirlækni
» Þátttaka er í vöktum og bakvöktum fæðinga- og kvenlækninga
» Umsjón/virk þátttaka í gæðastarfi deildarinnar
» Þátttaka í kennslu og vísindavinnu sem og önnur sérverkefni, umsjónarstörf eða eftirlitsverkefni eru í samráði við yfirlækni

» Sérfræðistörf í samráði við viðkomandi yfirlækni
» Þátttaka er í vöktum og bakvöktum fæðinga- og kvenlækninga
» Umsjón/virk þátttaka í gæðastarfi deildarinnar
» Þátttaka í kennslu og vísindavinnu sem og önnur sérverkefni, umsjónarstörf eða eftirlitsverkefni eru í samráði við yfirlækni

Hæfnikröfur » Íslenskt sérfræðileyfi í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum
» Góð reynsla í almennum kvenlækningum, uppvinnslu og meðferð vegna góðkynja vandamála í kvenlíffærum ásamt bráðaþjónustu
» Leiðtogahæfileikar
» Góð samstarfs- og samskiptahæfni og jákvætt viðmót
» Hæfni og geta til að starfa í teymi
» Reynsla af kennslu og vísindastörfum

» Íslenskt sérfræðileyfi í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum
» Góð reynsla í almennum kvenlækningum, uppvinnslu og meðferð vegna góðkynja vandamála í kvenlíffærum ásamt bráðaþjónustu
» Leiðtogahæfileikar
» Góð samstarfs- og samskiptahæfni og jákvætt viðmót
» Hæfni og geta til að starfa í teymi
» Reynsla af kennslu og vísindastörfum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Fullt starf er bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. grein 3.2.4 í kjarasamningi lækna og ríkisins 2015. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn skulu fylgja vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf, reynslu af kennslu, vísindavinnu, staðfesting á reynslu í aðgerðartækni vegna almennra góðkynja vandamála í kvenlíffærum (aðgerðalisti staðfestur af yfirmanni) og stjórnunarstörfum ásamt sérprentun eða ljósriti af greinum sem umsækjandi kann að hafa birt eða skrifað.

Mat stöðunefndar læknaráðs Landspítala byggist á innsendum umsóknargögnum. Viðtöl verða við umsækjendur og ákvörðun um ráðningu í starfið byggir einnig á þeim. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

ATH. Fylla þarf út lágmarksupplýsingar í almenna umsókn og senda með í viðhengi, en ítarlegri upplýsingar í umsókn fyrir læknisstöðu, sjá slóð hér fyrir neðan.

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 29.04.2019 Nánari upplýsingar Kristín Jónsdóttir, kjonsd@landspitali.is , 825-3761 LSH Sérfræðilæknar kvenlækningateymis Hringbraut 101 Reykjavík