Framleiðslustjóri garðyrkjustöðvar

  • HH Ráðgjöf
  • Lambhagavegur, Reykjavík, Ísland
  • 05/04/2019
Fullt starf Sérfræðingar Stjórnendur

Um starfið

Gróðrarstöðin Lambhagi ehf. óskar eftir að ráða umsjónarmann nýrrar gróðrarstöðvar sem er í uppbyggingu í Lundi í Mosfellsdal.Um er að ræða fullt starf til framtíðar og mun viðkomandi hafa umsjón með framleiðslu á Lambhagasalati í stöðinni.

Starfssvið:

Umsjón og ábyrgð á gróðrarstöð
Umsjón með starfsfólki gróðrarstöðvar
Skipulagning daglegra starfa og verkefna
Almenn störf í gróðrarstöð

Hæfniskröfur:

Menntun á sviði Garðyrkjufræði, landbúnaðarverkfræði eða sambærileg menntun
Reynsla af vinnu við lokuð ræktunarkerfi kostur
Metnaður og frumkvæði í starfi
Rík ábyrgðakennd, skipulögð vinnubrögð og góð hæfni í mennlegum samskiptum.

Í Lundi eru tvö lítil hús sem fyrirtækið hefur umráð yfir og mun viðkomandi starfsmaður eiga möguleika á að hafa búsetu í öðru þeirra ásamt fjölskyldu sinni ef svo ber undir.

Gróðrarstöðin Lambhagi ehf. var stofnuð árið 1979 og er einn stærsti framleiðandi og seljandi á fersku salati og kryddjurtum á Íslandi.