Fjármálastjóri 

  • Þjóðskrá Íslands
  • Þjóðskrá Íslands, Borgartún, Reykjavík, Ísland
  • 05/04/2019
Fullt starf Fjármálastarfssemi Skrifstofustörf Stjórnendur

Um starfið

Við leitum að metnaðarfullum, snjöllum og skilvirkum einstaklingi til að leiða fjármál Þjóðskrár Íslands. Fjármálastjóri heyrir undir sviðsstjóra skrifstofu forstjóra. Starfið byggir á miklum samskiptum við stjórnendur stofnunarinnar og felst meðal annars í fjárhagslegum rekstri, áætlunargerð og eftirfylgni með áætlunum og þátttöku í nýsköpun á sviði fjármála. Um er að ræða spennandi starf þar sem viðkomandi gefst tækifæri á að þróa og innleiða nýja ferla og bæta vinnulag. Fjármálastjóri er staðgengill sviðstjóra skrifstofu forstjóra.

Þjóðskrá Íslands hefur tvær starfsstöðvar, á Akureyri og í Reykjavík. Starfið getur verið staðsett á báðum stöðum.

Helstu verkefni eru:
• Yfirumsjón með reikningskilum og fjárstýringu 
• Umsjón með áætlanagerð og skýrslugerð um fjárhagsstöðu
• Gerð greiðsluáætlana og eftirlit með kostnaði
• Fjárhagslegar greiningar og gerð kostnaðarmata 
• Úrvinnsla tölulegra upplýsinga fyrir stjórnendur
• Innleiðing nýrra verkefna og verklags
• Eftirlit með framkvæmd samninga
• Yfirumsjón með verkbókhaldi

Menntunar og -hæfniskröfur:
• Háskólamenntun í viðskiptafræði, rekstrarhagfræði eða sambærileg menntun er skilyrði
• Marktæk reynsla af fjármálastjórnun og bókhaldi
• Þekking og reynsla af opinberum rekstri og lögum um opinber fjármál er kostur
• Þekking og reynsla af Oracle bókhaldskerfi ríkisins er kostur
• Góð tölvufærni og þekking, s.s. í excel er skilyrði 
• Góð færni til að greina gögn og finna lausnir 
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum 
• Frumkvæði og hæfni til að starfa sjálfstætt sem og í hóp 
• Metnaður, skipulagshæfileikar og geta til að hafa yfirsýn og umsjón með verkefnum
• Góð íslensku og ensku kunnátta og færni til að tjá sig skipulega bæði í ræðu og riti.

Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Við kunnum vel að meta frumkvæði, nákvæmni, sköpunargleði og hraða í vinnubrögðum. Við nýtum aðferðir straumlínustjórnunar til að verða betri í dag en í gær. 

Um er að ræða fullt starf og laun samkvæmt kjarasamningum ríkisstarfsmanna. Umsóknarfrestur er til og með 1. maí 2019.

Umsóknum skulu fylgja starfsferilskrár og kynningarbréf. Umsóknir óskast sendar á netfangið starfsumsoknir@skra.is. Athygli er vakin á því, að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Sigrún Stefánsdóttir sviðstjóri, netfang iss@skra.is eða Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir, netfang ghh@skra.is

Hlutverk Þjóðskrár Íslands er að greiða götu fólks og fyrirtækja í samfélaginu og gæta upplýsinga um réttindi þeirra og eignir. Við sinnum því með því að safna, varðveita og miðla upplýsingum um fólk, mannvirki og landeignir. Innan starfsviðs Þjóðskrár Íslands er rekstur fasteignaskrár og þjóðskrár, útgefið fasteignamat og brunabótamat, rekstur island.is og umsjón með útgáfu vegabréfa.

Við leggjum ríka áherslu á jákvæð samskipti og góða samvinnu sem er undirstaða góðrar þjónustu. Við teljum eftirsóknarvert að fá til liðs við okkur þá sem vilja starfa í anda gilda okkar um virðingu, sköpunargleði og áreiðanleika.