Iðjuþjálfi óskast í Þjónustumiðstöð Sjálfsbjargar

  • Sjálfsbjargarheimilið
  • Hátún, Reykjavík, Ísland
  • 05/04/2019
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta Ráðgjafar Sérfræðingar

Um starfið

Laus er til umsóknar tímabundin staða iðjuþjálfa í Þjónustumiðstöð Sjálfsbjargar. Starfshlutfall eftir samkomulagi.

Menntunar og hæfniskröfur:
• Próf í iðjuþjálfun frá skóla viðurkenndum af Heimssamtökum iðjuþjálfa (WFOT) og með íslenskt starfsleyfi og löggildingu.
• Æskilegt er að iðjuþjálfi hafi A-ONE og AMPS réttindi, góða skipulagshæfileika og búi yfir færni í samskiptum.
• Mikilvægt að geta unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Iðjuþjálfafélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV).

Nánari upplýsingar veitir Valerie J Harris yfiriðjuþjálfi í síma 550-0309 valerie@sbh.is

Umsóknarfrestur er til 10. maí 2019