Mannauðsstjóri

  • Sjúkratryggingar Íslands
  • Sjúkratryggingar Íslands, Vínlandsleið, Reykjavík, Ísland
  • 05/04/2019
Fullt starf Sérfræðingar Stjórnendur

Um starfið

Sjúkratryggingar Íslands óska eftir að ráða mannauðsstjóra í fullt starf. Mannauðsstjóri starfar á skrifstofu forstjóra og heyrir beint undir forstjóra stofnunarinnar. Í boði er krefjandi starf í góðu starfsumhverfi. Ráðið verður í starfið frá 1. ágúst 2019 eða eftir nánari samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð

- Yfirumsjón með mannauðsmálum og þróun mannauðsstefnu
- Ráðgjöf til stjórnenda og starfsmanna um mannauðstengd málefni
- Umsjón með ráðningarferli og starfslokum
- Kjaramál og launasetning
- Úrvinnsla starfsmannamála
- Umsjón og viðhald jafnlaunakerfis
- Túlkun kjarasamninga og gerð stofnanasamninga
- Yfirumsjón með starfsþróun og fræðslumálum
- Umsýsla mannauðsmælikvarða

Hæfnikröfur

- Háskólapróf sem nýtist í starfi og meistarapróf á sviði mannauðsstjórnunar eða vinnusálfræði
- Umtalsverð þekking og reynsla af mannauðsmálum
- Þekking á opinberri stjórnsýslu og kjarasamningum æskileg
- Þekking á mannauðskerfi ríkisins (Orra) er kostur
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfileikar
- Skipulagshæfni, frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt
- Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Sjúkratrygginga: www.sjukra.is/starf. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá. Þess er jafnframt óskað að umsækjendur lýsi hæfni sinni til starfsins í sérstöku kynningarbréfi. Öllum umsóknum verður svarað þegar niðurstaða um ráðningu liggur fyrir. Ráðning tekur mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Umsókn gildir í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðu hennar, www.sjukra.is.

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 29.04.2019

Nánari upplýsingar veitir

Freyr Halldórsson- freyr.halldorsson@sjukra.is - 515-0012