FORSTÖÐUMAÐUR SKÓLA- OG VELFERÐARÞJÓNUSTU ÁRNESÞINGS

 • Hagvangur
 • Árnessýslu, Ísland
 • 08/04/2019
Fullt starf Kennsla Sérfræðingar Stjórnendur

Um starfið

Stjórn Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs óskar eftir að ráða forstöðumann sem hefur yfirumsjón með og samhæfir störf félagsráðgjafa, deildarstjóra í heimaþjónustu, forstöðumanna þjónustueininga á starfssvæðinu og sérfræðinga skólaþjónustunnar

 

Helstu verkefni

 • Daglegur rekstur, stjórnun og eftirlit með framkvæmd þjónustu og ákvarðanatöku nefndarinnar og eftir atvikum ákvarðana sveitarstjórna þegar þess er þörf
 • Undirbúningur að gerð fjárhagsáætlunar og eftirlit með útgjöldum þeirra aðila sem heyra undir málaflokkinn
 • Yfirumsjón með starfsmannamálum
 • Fagleg ráðgjöf til starfsfólks
 • Ýmis ráðgjöf gagnvart aðildarsveitarfélögum við gerð fjárhagsáætlunar og um önnur mál er snerta rekstur þjónustunnar
 • Ábyrgð á góðu samstarfi við að efla faglega þjónustu allra sem starfa í skóla- og velferðarþjónustu
 • Skýrslugerð og frágangur skjala og annarra gagna á sviði þeirra málaflokka sem undir hann heyra
 • Önnur trúnaðarstörf

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun í félagsráðgjöf eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Framhaldsnám sem nýtist í starfi
 • Reynsla af sambærilegu starfi er nauðsynleg
 • Reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Skipulagshæfileikar
 • Frumkvæði
 • Hæfni í þverfaglegu samstarfi
 • Framúrskarandi lipurð og færni í samskiptum

Upplýsingar veita:

Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is
Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is.

Umsókn skal fylgja greinargóð skýrsla um störf umsækjanda og menntun. Í samræmi við jafnréttisstefnu sveitarfélaganna eru bæði karlar og konur hvött til að sækja um störfin

Umsóknarfrestur til: 29. apríl 2019