Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku geðsviðs

  • Landspítali
  • , 101 Reykjavík
  • 11/04/2019
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Spennandi starf á bráðamóttöku geðsviðs við Hringbraut er laust til umsóknar. Á bráðamóttökunni ríkir góður starfsandi þar sem starfsemin einkennist af öflugri þverfaglegri teymisvinnu, sjálfsstæði í starfi, stöðugri þróun og fjölbreytni. Á deildinni eru ótalmörg tækifæri til að vaxa í starfi og dýpka þekkingu sína og færni sem hjúkrunarfræðingur. Markviss aðlögun og stuðningur í upphafi starfs.

Starfsemi bráðamóttöku geðdeildar er þríþætt, bráðamóttaka sjúklinga sem eiga við bráð alvarleg geðræn veikindi að stríða, skammtíma bráðaeftirfylgd eftir komu á bráðamóttöku og ráðgjafaþjónusta fyrir bráðamóttöku í Fossvogi. Á bráðamóttöku geðdeildar leita um 3.200 einstaklingar á ári hverju.
Starfshlutfall er 80-100% og er að mestu um dagvinnu að ræða, helgarvakt u.þ.b. sjöttu hverja helgi og eina vakt frá kl. 12-20 á viku. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð » Fjölbreytt mats- og meðferðarstarf sem tengist sérhæfingu deildarinnar
» Virk þátttaka í þverfaglegu samstarfi og framþróun í starfsemi deildarinnar
» Virk þátttaka í fræðslustarfi
» Sérverkefni sem tengjast starfi deildarinnar

» Fjölbreytt mats- og meðferðarstarf sem tengist sérhæfingu deildarinnar
» Virk þátttaka í þverfaglegu samstarfi og framþróun í starfsemi deildarinnar
» Virk þátttaka í fræðslustarfi
» Sérverkefni sem tengjast starfi deildarinnar

Hæfnikröfur » Faglegur metnaður og áhugi á geðhjúkrun
» Reynsla af geðhjúkrun er kostur
» Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
» Góð samskiptahæfni og leiðtogahæfileikar
» Stundvísi og áreiðanleiki
» Færni til að hafa góða yfirsýn
» Íslenskt hjúkrunarleyfi

» Faglegur metnaður og áhugi á geðhjúkrun
» Reynsla af geðhjúkrun er kostur
» Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
» Góð samskiptahæfni og leiðtogahæfileikar
» Stundvísi og áreiðanleiki
» Færni til að hafa góða yfirsýn
» Íslenskt hjúkrunarleyfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt hjúkrunarleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölmennur vinnustaður með um 6000 starfsmenn. Hann er aðalsjúkrahús landsins og miðstöð menntunar og rannsókna í heilbrigðisvísindum. Á Landspítala er lögð áhersla á öryggi, jafnrétti, ábyrgan rekstur, góðan starfsanda og bættan húsakost.


Starfshlutfall 80 - 100% Umsóknarfrestur 29.04.2019 Nánari upplýsingar Sylvía Ingibergsdóttir, sylviai@landspitali.is, 543 4268 Sigríður Edda Hafberg, shafberg@landspitali.is, 543 4453 LSH Bráðaþjónusta geðsviðs Hringbraut 101 Reykjavík