Hjúkrunarfræðingur/ skurðhjúkrunarfræðingur, dagvinna á augnskurðstofum

  • Landspítali
  • , 101 Reykjavík
  • 11/04/2019
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á augnskurðstofur Landspítala við Eiríksgötu. Starfið er laust frá 1. júní 2019 eða eftir samkomulagi. Við leitum eftir jákvæðum, duglegum og metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi sem er tilbúinn að leggja okkur lið. Í boði einstaklingsbundin þjálfun eftir þörfum hvers og eins á góðum vinnustað. Unnið er í dagvinnu frá kl. 07:30 til 15:30.

Á augnskurðstofum Landspítala við Eiríksgötu eru árlega gerðar um 2.400 aðgerðir og helstu aðgerðir eru vegna skýs á augasteini og vegna gláku. Þar starfa 4 hjúkrunarfræðingar og 2 sjúkraliðar í nánu samstarfi við dag- og göngudeild augnlækninga sem staðsett er í sama húsi.

Helstu verkefni og ábyrgð » Starf í augnskurðaðgerðum s.s. undirbúningur fyrir aðgerð, aðstoð í aðgerð og frágangur eftir augnaðgerðir
» Ákveða, skrá og veita hjúkrunarmeðferð í samráði við þarfir skjólstæðinga og bera ábyrgð á meðferð, samkvæmt starfslýsingu og vinnureglum deildar

» Starf í augnskurðaðgerðum s.s. undirbúningur fyrir aðgerð, aðstoð í aðgerð og frágangur eftir augnaðgerðir
» Ákveða, skrá og veita hjúkrunarmeðferð í samráði við þarfir skjólstæðinga og bera ábyrgð á meðferð, samkvæmt starfslýsingu og vinnureglum deildar

Hæfnikröfur » Íslenskt hjúkrunarleyfi
» Sérnám í skurðhjúkrun æskilegt en ekki skilyrði
» Faglegur metnaður
» Sjálfstæði í störfum, skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun
» Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum

» Íslenskt hjúkrunarleyfi
» Sérnám í skurðhjúkrun æskilegt en ekki skilyrði
» Faglegur metnaður
» Sjálfstæði í störfum, skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun
» Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 29.04.2019 Nánari upplýsingar Helga Guðrún Hallgrímsdóttir, helgahal@landspitali.is, 824 0760 Elfa Hrönn Guðmundsdóttir, elfahg@landspitali.is, 691 7823 LSH Skurðstofur H - rekstur Hringbraut 101 Reykjavík