Akademískt starf við félagsvísinda- og lagadeild

  • HÁSKÓLINN Á BIFRÖST
  • Háskólinn á Bifröst, Ísland
  • 12/04/2019
Fullt starf Kennsla Lögfræði

Um starfið

Háskólinn á Bifröst auglýsir laust 100% starf lektors/ dósents/prófessors í lögfræði við félagsvísinda- og lagadeild.


Helstu verkefni eru kennsla og rannsóknir í lögfræði, bæði á grunnstigi í viðskiptalögfræði (BS) og meistarastigi (ML), ásamt leiðsögn með B.S.- og M.L. ritgerðum nemenda. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af rafrænum kennsluháttum.

Menntunar- og hæfniskröfur

• Fullnaðarpróf í lögfræði
• Doktorsgráða í lögfræði eða önnur viðbótarmenntun er nauðsynleg. Svo og að umsækjandi hafi unnið fræðastörf.
• Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi kennt á á háskólastigi.
• Enskukunnátta í ræðu og riti er skilyrði.
• Leitað er að umsækjendum með þekkingu og reynslu á sviði
tæknilögfræði (IT-law).

Umsóknarferli

Upphafsdagur er sem fyrst eða samkvæmt samkomulagi.
Umsókninni skal fylgja:
1. Ferilskrá og ritaskrá
2. Afrit af prófskírteinum og öðrum starfsréttindum
3. Tvö umsagnarbréf og upplýsingar um hvernig má hafa samband við umsagnaraðila.

Við ráðningu í starfið er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans og eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um.

Nánari upplýsingar veitir Helga Kristín Auðunsdóttir, aðstoðardeildarforseti helgaa@bifrost.is

Umsóknir skulu sendar á rektor@bifrost.is

Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2019