Ferðamálastofa - sérfræðingur á rannsóknasvið

 • Intellecta
 • Ferðamálastofa / Icelandic Tourist Board, Geirsgata, Reykjavík, Ísland
 • 12/04/2019
Fullt starf Ferðaþjónusta Sérfræðingar

Um starfið

Ferðamaálastofa óskar eftir að ráða töluglöggan, sjálfstæðan og drífandi einstakling í greiningu og miðlun gagna sem tengjast íslenskri ferðaþjónustu. Um er að ræða nýtt og spennandi starf á rannsóknasviði Ferðamálastofu sem hefur það hlutverk að halda utan um opinbera gagnasöfnun og rannsóknir á ferðamálum. Um fullt starf er að ræða.  Staðan er auglýst án staðsetningar.

Útgáfudagur 12-04-2019 Umsóknarfrestur 06-05-2019 Númer 875278

Upplýsingar um fyrirtækið

Ferðamálastofa stuðlar að þróun ferðaþjónustu sem mikilvægrar og sjálfbærrar grunnstoðar í íslensku samfélagi. Auk þess vinnur Ferðamálastofa að samræmingu, greiningum og rannsóknum í ferðaþjónustu með hliðsjón af stefnu stjórnvalda.

Eitt af hlutverkum Ferðamálastofu er að vinna að  gagnaöflun og rannsóknum  í ferðaþjónustu á Íslandi.  Verkefni í þessum flokki varða bæði talnagögn og landfræðilegar upplýsingar, sem auka þekkingu um ferðamenn og atvinnugreinina, bæta gæði, auka arðsemi, huga að þolmörkum og styrkja innviði greinarinnar. Þannig stuðlar Ferðamálastofa að því að niðurstöður séu nýttar við ákvarðanatöku í greininni, með skýrri framsetningu niðurstaðna og markvissri upplýsingagjöf.

Nánari upplýsingar um stofnunina má finna á www.ferdamalastofa.is

 

Helstu verkefni

 

 • Greining á fyrirliggjandi talnaefni, rannsóknaniðurstöðum og úrvinnslu gagna sem tengjast ferðamálum á Íslandi

 • Spá um þróun byggt á fyrirliggjandi gögnum

 • Miðlun þekkingar og upplýsinga

 • Þátttaka í þróun rannsóknasviðs

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 

 •  Háskólamenntun í viðskiptafræði, hagfræði, stærðfræði, tölfræði, verkfræði eða annarri menntun sem nýtist í starfi

 • Greiningarhæfni og næmni fyrir gildi gagna og rannsóknaniðurstaðna fyrir starfrækslu íslenskrar ferðaþjónustu

 • Þekking á starfsumhverfi ferðaþjónustunnar og/eða rekstri fyrirtækja æskileg

 • Reynsla af rannsóknastörfum, textaskrifum og upplýsingamiðlun æskileg

 • Góð tölvukunnátta og þekking á notkun hugbúnaðar

 • Gott vald á íslensku og ensku

 • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum

 • Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund

 

Aðrar upplýsingar

 

Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðuneytis við viðkomandi stéttarfélag.