Gæðastjóri

  • ÍAV
  • ÍAV, Ferjutröð, Ísland
  • 12/04/2019
Fullt starf Iðnaðarmenn Sérfræðingar Stjórnendur

Um starfið

ÍAV óskar eftir gæðastjóra til starfa í verkefni á okkar vegum við flugvöllinn á Suðurnesjum. 

 

Í samstarfi við verkefnastjóra verksins mun starfssvið gæðastjóra felast í:

· Undirbúningur framkvæmda samhliða stjórnendum verksins

· Mótun og framkvæmd á gæðamálum verksins

· Vikulegir fundir með stjórnendum verksins

· Uppfærsla á As-build teikningum og yfirferð á teikningaskrám

· Dagleg skráning á gæðaskýrslum, studdar með myndum

· Þróun verkferla í samráði við stjórnendur og starfsmenn

· Innri úttektir

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

· A.m.k. 3ja ára háskólanám á sviði verkfræði, tæknifræði eða byggingafræði

· 5 ára reynsla af stjórnun jarðvinnu- og/eða byggingaverkefna, þar af 2ja ára reynsla sem gæðastjóri

· Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

· Grunnþekking á stjórnunarstaðlinum ISO 9001:2015

· Starfsreynsla og þekking á verkefnum í byggingariðnaði er æskileg

Aðrir eiginleikar - önnur hæfni:

· Góð samskiptahæfni

· Skipuleg vinnubrögð

· Frumkvæði og sjálfstæði í starfi