Upplýsingafulltrúi

  • Seðlabanki Íslands
  • Seðlabanki Íslands, Kalkofnsvegur, Reykjavík, Ísland
  • 12/04/2019
Fullt starf Fjármálastarfssemi Fjölmiðlar

Um starfið

Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í starf upplýsingafulltrúa á svið alþjóðasamskipta og skrifstofu seðlabankastjóra til að vinna að nýsköpun í upplýsinga- og kynningarstarfi bankans. 
Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. 

Helstu verkefni og ábyrgð

- Umsjón með nýmiðlun í kynningastarfi bankans. 
- Nýsköpun í upplýsinga- og kynningarefni bankans. 
- Gerð og miðlun upplýsinga um helstu verkefni bankans. 
- Umsjón með gerð myndræns kynningarefnis. 
- Eftirfylgni upplýsingastefnu og markmiða í upplýsingamálum. 
- Ráðgjöf og aðstoð við efnisgerð vegna kynningar-, fræðslu- og útgáfumála.

Hæfnikröfur

- Háskólamenntun sem nýtist í starfi. 
- Reynsla af kynningarstarfi og fjölmiðlun. 
- Góðir samskiptahæfileikar. 
- Góð kunnátta og ritfærni í íslensku og ensku. 
- Góð þekking á efnahags- og peningamálum og fjármálamörkuðum. 
- Drifkraftur, frumkvæði og geta til að vinna faglega og sjálfstætt.

Frekari upplýsingar um starfið

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 29.04.2019

Nánari upplýsingar veitir

Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, gudrun.soley.gunnarsdottir@sedlabanki.is, 5699600

Íris Guðrún Ragnarsdóttir, mannaudur@sedlabanki.is, 5699600