Sérfræðingur

  • Seðlabanki Íslands
  • Seðlabanki Íslands, Kalkofnsvegur, Reykjavík, Ísland
  • 12/04/2019
Fullt starf Fjármálastarfssemi Sérfræðingar

Um starfið

Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing í umbroti á sviði rekstrar. 
Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. 
Markmið og hlutverk sviðsins er að skapa umhverfi og aðbúnað sem gerir Seðlabankanum kleift að uppfylla hlutverk sitt sem best á hverjum tíma.

Helstu verkefni og ábyrgð

- Umbrot á ritum bankans. 
- Útlitshönnun prent-, skjá- og vefefnis. 
- Framsetning upplýsinga á myndrænu formi, glærugerð og línurit. 
- Þátttaka í mótun hönnunarstaðals bankans. 
- Sæti í samstarfshópi um þróun vefmála.

Hæfnikröfur

- Grafískur hönnuður eða sambærilegt nám. 
- Reynsla í grafískri hönnun og frágangi verkefna í prent. 
- Góð þekking á InDesign, Photoshop, Illustrator, Acrobat Pro, Power Point ,Word og Exel. 
- Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hópi. 
- Frumkvæði, nákvæmni í vinnubrögðum og metnaður í starfi. 
- Jákvæðni og góðir samskiptahæfileikar. 
- Góð þjónustulund.

Frekari upplýsingar um starfið

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 29.04.2019

Nánari upplýsingar veitir

Sveinn Auðunn Blöndal, sveinn.blondal@sedlabanki.is, 5699600

Íris Guðrún Ragnarsdóttir, mannaudur@sedlabanki.is, 5699600