Kennarastöður 2019 - 2020

  • Sveitarfélagið Árborg
  • Eyrarbakki, Ísland
  • 12/04/2019
Fullt starf / hlutastarf Kennsla

Um starfið

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri auglýsir eftir kennurum frá og með 1. ágúst 2019.

Í Barnaskólanum eru 140 nemendur í 1. – 10. bekk og kennt er í tveimur starfsstöðvum. Á Stokkseyri eru nemendur 1. – 6. bekk og á Eyrarbakka eru nemendur í 7.–10. bekk. Skapandi greinar fá mikið vægi í skólastarfinu, gott samstarf er við leikskólana og áhersla er lögð á góða samvinnu við heimilin.

Kennarastöður:
• Textilkennari
• Íþróttakennari
• Umsjónarkennarar

Menntun og hæfnikröfur:
• Grunnskólakennararéttindi áskilin
• Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
• Skipulagshæfileikar
• Frumkvæði í starfi
• Áhugi fyrir teymiskennslu

Frekari upplýsingar veitir Magnús J. Magnússon, skólastjóri, símar 480 3200 og 893 2136. Netfang: magnus@barnaskolinn.is og áhugasamir geta sent skriflegar umsóknir ásamt starfsferilskrá á það netfang og/eða í pósti merktum Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri v/kennaraumsókna, 825 Stokkseyri.

Umsóknarfrestur er til og með 26. apríl 2019

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Allar nánari upplýsingar um skólastarf BES er hægt að nálgast á heimasíðu skólans www.barnaskolinn.is og sveitarfélagsins www.arborg.is