Sölu- og markaðsfulltrúi

 • Strætó bs.
 • Strætó, Reykjavík, Ísland
 • 12/04/2019
Fullt starf Sölu og markaðsstörf

Um starfið

Hefur þú brennandi áhuga á sölu- og markaðsmálum? Ertu góð/ur í íslensku og ensku og ert frábær að tengja við fólk augliti til auglitis, í gegnum síma og samfélagsmiðla?

Í þessu starfi yrðir þú hluti af öflugu sölu- og markaðsteymi sem sem hefur það markmið að veita fyrirtaks þjónustu og fjölga farþegum í Strætó.

Strætó er að innleiða nýtt rafrænt greiðslukerfi og mun viðkomandi starfsmaður taka virkan þátt í uppbyggingu og markaðssetningu þess.

Um er að ræða spennandi starf sem býður upp á þróun og tækifæri til vaxtar.

Helstu verkefni

 • Þjónusta og sala til viðskiptavina og söluaðila
 • Upplýsingar og svörun viðskiptavina á samfélagsmiðlum
 • Þátttakandi í mótun markaðs- og sölustarfs Strætó
 • Önnur tilfallandi verkefni sem snúa að sölu- og markaðsmálum

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Mjög góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
 • Góð enskukunnátta
 • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi

 

Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl 2019.

 

Laun og kjör eru samkvæmt kjarasamningi Strætó bs. og Sameykis stéttarfélags. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.