Lausar stöður við Grunnskólann í Stykkishólmi og Leikskólann í Stykkishólmi

  • Stykkishólmur
  • Stykkishólmur, Ísland
  • 12/04/2019
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta Kennsla Sérfræðingar Umönnun og aðstoð Önnur störf

Um starfið

Í Grunnskólanum í Stykkishólmi eru 160 nemendur. Gleði – samvinna – sjálfstæði eru einkunnarorð skólans og störfum við eftir
Uppeldi til ábyrgðar. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til að efla starfið enn frekar í þeim anda. Í Leikskólanum í Stykkishólmi
eru 83 nemendur frá 12 mánaða aldri á fjórum deildum. Einkunnarorð leikskólans eru virðing – gleði – kærleikur. Stykkishólmsbær
eða ,,Bærinn við eyjarnar” er 1200 manna bær á Snæfellsnesi með fallega náttúru og öflugt mannlíf. Í Stykkishólmi er vottað
heilsueflandi vatn í sundlauginni.
Láttu Hólminn heilla þig

Stöður í Grunnskólanum í Stykkishólmi
- 100% staða umsjónarkennara á miðstigi frá 1. ágúst.
- 50% staða heimilisfræðikennara í 5. - 7. bekk frá 1. ágúst.
- 25% staða tónmenntakennara í 1. - 5. bekk frá 1. ágúst.
- 25% staða leiklistarkennara í 1. - 5. bekk frá 1. ágúst.

Hæfniskröfur
• Kennsluréttindi á grunnskólastigi ásamt leyfisbréfi
• Leikni í mannlegum samskiptum og færni í að umgangast börn og unglinga
• Skipulagshæfni, stundvísi og frumkvæði
• Faglegur metnaður
• Áhugi og hæfni til að starfa í teymisvinnu

- 50% staða skólaliða í Regnbogalandi frá 1. ágúst - vinnutími frá kl. 12-16

Hæfniskröfur:
• Aldurstakmark 20 ára
• Áhugi á að vinna með börnum
• Menntun sem nýtist í starfi
• Krafist er íslenskukunnáttu
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Tölvulæsi

- 100% staða deildarstjóra stoðþjónustu frá 1. ágúst.

Hæfniskröfur
• Menntun í sérkennslufræðum og/eða reynsla af kennslu nemenda með sérþarfir
• Minnst 2 ára reynsla af starfi í grunnskóla
• Leikni í mannlegum samskiptum og færni í að umgangast börn og unglinga
• Skipulagshæfni, stundvísi og frumkvæði
• Góð tök á íslenskri tungu í ræðu og riti
• Faglegur metnaður

Ábyrgðarsvið
• Sérkennsla í 50% stöðu
• Stjórnunarhluti er því 50%
• Gerð einstaklingsnámskráa og eftirfylgd með námi
• Samstarf við foreldra og fagaðila vegna málefna nemenda með sérþarfir, sér í lagi lesblindu, einhverfu og ADHD.
• Næsti yfirmaður stuðningsfulltrúa og kennara sem sinna sérkennslu

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Kennarasambands Íslands og viðeigandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Berglind Axelsdóttir skólastjóri í síma 433-8178/895-3828 eða á netfangið berglind@stykk.is.

Skriflegum umsóknum skal skilað til skólastjóra ásamt ferilskrá fyrir 26. apríl 2019

Stöður í Leikskólanum í Stykkishólmi
- 100 % stöður deildarstjóra frá 12. ágúst.
- 100% staða sérkennslustjóra frá 12. ágúst.
- 100% stöður leikskólakennara frá 12. ágúst.

Gerð er krafa um:
• Leikskólakennaramenntun
• Góða tölvu- og íslensku kunnáttu
• Færni í samskiptum
• Metnað fyrir leikskólakennslu

Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina. Reynsla af uppeldis- og
kennslustörfum með ungum börnum er æskileg. Athugið að störfin henta bæði konum og körlum. Laun og starfskjör eru samkvæmt
kjarasamningum Kennarasambands Íslands og viðeigandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um störfin gefur Elísabet Lára Björgvinsdóttir leikskólastjóri í síma 433-8128/898-5855 eða á netfanginu
leikskoli@stykkisholmur.is.

Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Stykkishólmsbæjar og á vef bæjarins www.stykkisholmur.is á íbúagáttinni.
Umsóknarfrestur er til 26. apríl 2019.