Ísafjarðarbær - Forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða

 • Ísafjarðarbær
 • Ísafjörður, Ísland
 • 12/04/2019
Fullt starf Menning og listir Stjórnendur

Um starfið

Umsóknarfrestur: 24. apríl Ísafjarðarbær

Ísafjarðarbær auglýsir, f.h. stjórnar Byggðasafns Vestfjarða, starf forstöðumanns laust til umsóknar.  Um er að ræða 100% starf frá 1. september 2019 eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl 2019.

Forstöðumaður annast daglegan rekstur Byggðasafns Vestfjarða og hefur yfirumsjón með varðveislu muna safnsins. Hann veitir Byggðasafni Vestfjarða forstöðu, hefur umsjón með söfnun þjóðlegra muna, skrásetningu þeirra, viðgerð og uppsetningu sýninga. Hann sér um, að safnið sé til sýnis almenningi á tilteknum tímum og hefur frumkvæði að kynningu á þeim menningarsögulegu heimildum sem þar eru varðveittar. Forstöðumaður starfar samkvæmt safnalögum og er það megin hlutverk byggðasafnsins að safna þjóðlegum munum, skrásetja og setja upp til sýninga fyrir almenning.

Helstu verkefni:

 • Ber ábyrgð á stefnumótun safnsins ásamt því að vinna starfsáætlanir og markmið í samræmi við safnalög og samþykktir Byggðasafns Vestfjarða

 • Vinnur fjárhagsáætlun í samvinnu við stjórn safnsins og fylgir henni eftir í starfi

 • Hefur frumkvæði að og sér um öflun styrkja til reksturs og sérverkefna

 • Annast fjárreiður safnsins og sér um að innheimta tekna fari fram

 • Hefur umsjón með gerð kynningarefnis og sér um kynningarmál safnsins

 • Yfirumsjón með skýrslugerð og skilum til viðeigandi aðila

 • Situr fundi stjórnar Byggðasafns Vestfjarða og situr fundi nefnda eða ráða samkvæmt ósk stjórnar Byggðasafns Vestfjarða

 • Yfirumsjón með meðferð, skráningu og uppsetningu muna samkvæmt safnalögum

 • Starfsmannamál

 • Vinnur samkvæmt lögum og reglugerðum sem um safnið gilda hverju sinni sem og siðareglum minjasafna

Menntunar- og hæfnikröfur:

 • Háskólamenntun á ábyrgðarsviði safnsins (s.s. menningar- og safnafræði, þjóðfræði, menningarmiðlun) og/eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi

 • Reynsla af sambærilegum störfum kostur

 • Reynsla í sýninga- og rýmishönnun

 • Reynsla af stjórnun og rekstri kostur

 • Hæfni í mannlegum samskiptum, þjónustulund og leiðtogahæfileikar

 • Skipulagshæfni, metnaður og frumkvæði

 • Mjög góð íslensku og enskukunnátta og hæfni til að miðla upplýsingum bæði í mæltu máli og rituðu

 • Góð almenn tölvukunnátta, hæfni við vinnu með mynd- og teikniforrit sem og önnur tölvuvinnsla

 • Talnagleggni og skilningur á rekstri

Launakjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknum skal skilað til mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar í netfangið baldurjo@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar gefur Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri, í síma 450-8032 eða í gegnum tölvupóst.  Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.