Landsnet - Framkvæmdastjóri kerfisstjórnunarsviðs

 • Landsnet
 • Landsnet, Gylfaflöt, Reykjavík, Ísland
 • 12/04/2019
Fullt starf Sérfræðingar Stjórnendur

Um starfið

Landsnet leitar að metnaðarfullum framkvæmdastjóra til að leiða kerfisstjórnunarsvið fyrirtækisins – leiðtoga sem hefur sterka framtíðarsýn, drifkraft til framkvæmda og fer með Landsnet inn í framtíðina.

Kerfisstjórnunarsvið ber ábyrgð á rekstri flutningskerfisins og kerfisstjórnun sem og upplýsingakerfum og öryggi. Sviðið spilar því lykilhlutverk í rekstraröryggi raforkuflutningskerfisins. Á sviðinu starfar reyndur hópur sérfræðinga sem leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu, öfluga teymisvinnu og stöðugar umbætur.

Útgáfudagur 12-04-2019 Umsóknarfrestur 29-04-2019 Númer 900208

Upplýsingar um fyrirtækið

Við erum þjónustufyrirtæki – við vinnum fyrir þig í takt við samfélagið og höfum sett okkur það markmið að tryggja örugga afhendingu á raforku til framtíðar. Við viljum vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem umhyggja og öryggi er haft í hávegum. Þannig sköpum við góðan vinnustað með spennandi verkefnum, með gildin okkar – samvinnu, ábyrgð og virðingu – að leiðarljósi.

Helstu verkefni

 

 • Þátttaka í stefnumótun og ábyrgð á útfærslu hennar á sviðinu
 • Þróun og mótun orkumarkaðsviðskipta til framtíðar
 • Ábyrgð á upplýsingaöryggi, umbótavinnu og áhættustýringu
 • Áætlanagerð fjárhags og mannafla
 • Ábyrgð á daglegum rekstri sviðs
 • Leiða starfsfólk til árangurs

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 

 • Háskólamenntun á sviði tækni- og verkfræðigreina
 • Árangursrík stjórnunar- og rekstrarreynsla
 • Framúrskarandi leiðtogahæfleikar og drifkraftur
 • Brennandi áhugi á orkumálum og viðskiptum
 • Víðtæk reynsla af breytingastjórnun
 • Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
 • Framsýni og þor til að ná árangri í starfi

 

Aðrar upplýsingar

Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl 2019. Umsókn óskast útfyllt á www.intellecta.is. Henni skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf. Nánari upplýsingar um starfið veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) í síma 511-1225.
Fullum trúnaði er heitið og umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.