Deildarstjóri stoðdeildar

  • Reykjavíkurborg
  • Háaleitisskóli, Stóragerði, Reykjavík, Ísland
  • 14/04/2019
Fullt starf Kennsla Sérfræðingar Stjórnendur

Um starfið

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir laust til umsóknar starf deildarstjóra við stoðdeild vegna móttöku nemenda sem þurfa sérstakan stuðning við að hefja nám í grunnskóla og eru umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Stoðdeildin er nýtt úrræði til að styðja við árangursríkt nám og skólagöngu nemenda sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd sem hafa jafnvel litla eða mjög rofna skólagöngu að baki. Deildin verður starfrækt við Háaleitisskóla - Álftamýri frá og með skólaárinu 2019-2020.
Deildarstjóri mun stýra daglegu starfi stoðdeildar og er næsti yfirmaður skólastjóri Háaleitisskóla. Starfsfólk deildarinnar verður í nánu samstarfi við skólastjórnendur, starfsfólk skóla og frístundarmiðstöðvar, auk annarra aðila sem starfa við málaflokkinn hjá ríki, borg og öðrum sveitarfélögum.

Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, ásamt kynningarbréfi þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Við ráðningu er gerð krafa um hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.
Starfið er laust frá 1. júní 2019.
Nánari upplýsingar veita Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Háaleitisskóla, sími 411-7330 og Dagbjört Ásbjörnsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar í grunnskólum Reykjavíkur, sími 411-1111.
Netföng: hanna.gudbjorg.birgisdottir@rvkskolar / dagbjort.asbjornsdottir@reykjavik.is

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir
borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð 

Stýrir daglegu starfi stoðdeildar og annast daglegan rekstur.
Ber ábyrgð á að koma á brú milli deildarinnar og móttökuskóla nemenda áður en nemendur útskrifast úr stoðdeild.
Vinnur náið með skólastjórnendum og stjórnendum frístundamiðstöðvar að samræmdu verklagi og þjónustu deildarinnar.
Skipuleggur samstarf deildarinnar við aðila sem vinna í málaflokknum hjá ríki, borg og öðrum sveitarfélögum.
Tekur þátt í starfshópum og stefnumótunarvinnu varðandi málaflokkinn á skóla- og frístundasviði.

Hæfniskröfur 

Kennaramenntun, leyfisbréf grunnskólakennara og meistarapróf á sviði uppeldis, kennslu eða sambærileg háskólamenntun.
Stjórnunarreynsla æskileg.
Þekking á fjölmenningarlegum starfs- og kennsluháttum.
Áhugi og þekking á málefnum flóttamanna.
Framúrskarandi hæfni í samskiptum.
Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
Góð enskukunnátta og kunnátta í öðrum tungumálum kostur.

Frekari upplýsingar um starfið  Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.   Starfshlutfall  100% Umsóknarfrestur  28.04.2019 Ráðningarform  Ótímabundin ráðning Númer auglýsingar   7030 Nafn sviðs  Skóla- og frístundasvið   Nánari upplýsingar um starfið veitir  Hanna Guðbjörg Birgisdóttir Tölvupóstur  hanna.gudbjorg.birgisdottir@rvkskolar.is