Sérfræðingur í samstæðuuppgjörum og áætlunum

  • Reykjavíkurborg
  • Reykjavíkurborg, Borgartún, Reykjavík, Ísland
  • 14/04/2019
Fullt starf Fjármálastarfssemi Sérfræðingar Skrifstofustörf

Um starfið

Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar óskar eftir að ráða öfluga, snjalla og
metnaðarfulla sérfræðinga til starfa. Fjármálaskrifstofa er hluti af miðlægri
stjórnsýslu borgarinnar og starfar þvert á öll svið.

Yfirstandandi stjórnkerfisbreytingar gera ráð fyrir auknu hlutverki
fjármálaskrifstofu og þeirra eininga sem undir hana heyra og því bíða
ótal tækifæri og áskoranir starfsmanna skrifstofunnar.

Við leitum því að starfsmönnum sem eru óhræddir við að takast á við
fjölbreytt verkefni í samhentum hópi. Um er að ræða spennandi störf þar
sem gefast tækifæri á að þróa og innleiða nýja ferla og bæta vinnulag.

Umsóknum skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf.

Helstu verkefni og ábyrgð 

Uppgjör og áætlanir sjóða, fyrirtækja og samstæðu Reykjavíkurborgar
Umsjón með samstæðuuppgjörs- og áætlunarkerfi
Samskipti, ráðgjöf og þjónusta við B-hluta fyrirtæki
Rekstrareftirlit og greiningar
Þróun og framsetning stjórnendaupplýsinga fyrir sjóði og samstæðu

Hæfniskröfur 

Háskólamenntun í viðskiptafræði, hagfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
Þekking á reikningshaldi
Rík greiningarhæfni og færni í tölulegri gagnavinnslu
Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt sem og í hópi
Gott vald á upplýsingatækni og notkun hennar til úrvinnslu gagna og skýrslugjafar
Góð íslensku- og enskukunnátta
Góð samskiptahæfni

Frekari upplýsingar um starfið  Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.   Starfshlutfall  100% Umsóknarfrestur  29.04.2019 Ráðningarform  Ótímabundin ráðning Númer auglýsingar   7039 Nafn sviðs  Fjármálaskrifstofa   Nánari upplýsingar um starfið veitir  Halldóra Káradóttir Tölvupóstur  halldora.karadottir@reykjavik.is