Sérfræðingur á innkaupadeild

  • Reykjavíkurborg
  • Reykjavíkurborg, Borgartún, Reykjavík, Ísland
  • 14/04/2019
Fullt starf Sérfræðingar Skrifstofustörf

Um starfið

Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar óskar eftir að ráða öfluga, snjalla og
metnaðarfulla sérfræðinga til starfa. Fjármálaskrifstofa er hluti af miðlægri
stjórnsýslu borgarinnar og starfar þvert á öll svið.

Yfirstandandi stjórnkerfisbreytingar gera ráð fyrir auknu hlutverki
fjármálaskrifstofu og þeirra eininga sem undir hana heyra og því bíða
ótal tækifæri og áskoranir starfsmanna skrifstofunnar.

Við leitum því að starfsmönnum sem eru óhræddir við að takast á við
fjölbreytt verkefni í samhentum hópi. Um er að ræða spennandi störf þar
sem gefast tækifæri á að þróa og innleiða nýja ferla og bæta vinnulag.

Umsóknum skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf.

Helstu verkefni og ábyrgð 

Ráðgjöf vegna innkaupa- og útboðsmála
Gerð og rýni útboðs- og verðfyrirspurnagagna
Framkvæmd útboða og úrvinnsla
Umsjón með rammasamningsútboðum
Þátttaka í þróun rafrænna innkaupa
Almenn störf varðandi innkaup og útboð, yfirferð tilboða og upplýsingagjöf

Hæfniskröfur 

Háskólagráða í lögfræði, viðskiptalögfræði, viðskiptafræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
Góð samskiptafærni
Reynsla í gerð útboðslýsinga og samningagerð
Þekking á opinberum innkaupum æskileg
Haldgóð tölvuþekking
Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

Frekari upplýsingar um starfið  Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.   Starfshlutfall  100% Umsóknarfrestur  29.04.2019 Ráðningarform  Ótímabundin ráðning Númer auglýsingar   7038 Nafn sviðs  Fjármálaskrifstofa   Nánari upplýsingar um starfið veitir  Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir Tölvupóstur  johanna.eirny.hilmarsdottir@reykjavik.is