Yfirverkstjóri óskast til starfa

 • Akranes
 • Akranes, Ísland
 • 14/04/2019
Fullt starf Iðnaðarmenn Stjórnendur Önnur störf

Um starfið

Laust er til umsóknar starf yfirverkstjóra á skipulags- og umhverfissviði Akraneskaupstaðar. Yfirverkstjóri heyrir undir umhverfisstjóra og hefur yfirumsjón með vinnuskólanum á Akranesi ásamt faglegri framkvæmd með stofnanalóðum, útivistarsvæðum, leiksvæðum og öðrum opnum svæðum undir stjórn umhverfisstjóra. Yfirverkstjóri hefur einnig undir sinni stjórn sumarstarfsfólk þ.e. starfsfólk garðyrkjudeildar og vinnuskóla. Starfsstöð yfirverkstjóra er í áhaldahúsinu á Laugarbraut og starfar viðkomandi samhliða öðrum starfsmönnum þar.

Starfssvið:

 • Yfirumsjón með rekstri og skipulagningu vinnuskólans.
 • Umhirða og viðhald stofnanalóða og opinna svæða.
 • Vinnur að ræktun plantna og trjáa.
 • Annast skipulagningu á sviði garðyrkju.
 • Hefur umsjón og eftirlit með öryggi leiktækja o.þ.h.
 • Stýrir verkum sumarstarfsmanna og/eða verktaka.
 • Vinnur að verk- og fjárhagsáætlunargerð samhliða umhverfisstjóra.
 • Umsjón með tækja- og áhaldakaupum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun sem nýtist í starfi.
 • Starfsreynsla á sviði verkstjórnunnar og/eða garðyrkju æskileg.
 • Reynsla af störfum með ungmennum.
 • Stjórnunarreynsla æskileg.
 • Reynsla af áætlanagerð æskileg.
 • Lipurð og færni í samskiptum.
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
 • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.

Lögð er sérstök áhersla á að umsækjendur hafi áhuga og metnað fyrir ásýnd umhverfisins. Umsækjendur þurfa jafnframt að vera opnir fyrir þróunarvinnu í tengslum við framtíðarstarfsemi vinnuskóla.

Umsóknarfrestur er til og með 4. maí næstkomandi. Hér er hægt er að sækja um rafrænt í íbúagátt Akraneskaupstaðar. Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá ásamt greinargerð þar sem fram koma ástæður umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi til starfsins. Í samræmi við mannréttindastefnu Akraneskaupstaðar eru bæði konur og karlar hvött til að sækja um störfin.

Nánari upplýsingar gefur Sindri Birgisson umhverfisstjóri í tölvupósti á netfangið sindri.birgisson@akranes.is eða í síma 433-1000.