Smiður óskast til starfa

 • Akranes
 • Akranes, Ísland
 • 14/04/2019
Fullt starf Iðnaðarmenn

Um starfið

Laust er til umsóknar starf smiðs á skipulags- og umhverfissviði Akraneskaupstaðar. Starfið heyrir undir rekstrarstjóra áhaldahúss og er starfsstöð í áhaldahúsinu Laugarbraut þar sem viðkomandi starfar samhliða öðrum starfsmönnum þess.

Starfssvið:

 • Almennt viðhald og viðgerðir á fasteignum, stofnanalóðum og opnum svæðum Akraneskaupstaðar.
 • Innri þjónusta við stofnanir, stofnanalóðir og opin svæði Akraneskaupstaðar.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Iðnmenntun sem nýtist í starfi, s.s. sveinspróf í húsasmíði.
 • Reynsla af sambærilegum störfum.
 • Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt.
 • Viðkomandi þarf að vera skipulagður og vandvirkur í starfi.
 • Lipurð og færni í samskiptum.
 • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.

Umsóknarfrestur er til og með 4. maí næstkomandi. Hér er hægt er að sækja um rafrænt í íbúagátt Akraneskaupstaðar. Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá ásamt greinargerð þar sem fram koma ástæður umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi til starfsins. Í samræmi við mannréttindastefnu Akraneskaupstaðar eru bæði konur og karlar hvött til að sækja um störfin.

Nánari upplýsingar gefur Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldahúss á netfangið alfred.alfredsson@akranes.is eða í síma 433-1000.