Verk og tæknifræðingar í steypuskála

 • Alcoa
 • Alcoa Fjarðaál, Ísland
 • 14/04/2019
Fullt starf Sérfræðingar

Um starfið

Starfstækifæri fyrir verkfræðinga og tæknifræðinga
Við leitum að öflugum einstaklingum í fjölbreytt og spennandi störf í tækniteymi steypuskála Fjarðaáls. Tækniteymið vinnur að stöðugri þróun framleiðslutækja og famleiðsluferla í steypuskálanum sem er meðal þeirra fullkomnustu heiminum. Steypuskálinn tekur við um 950 tonnum af bráðnu áli á sólarhring og vinnur það áfram í þremur háþróuðum framleiðslulínum. Afurðirnar eru álvírar fyrir framleiðendur rafmagnskapla, stangir úr álblöndum fyrir bílaiðnað og hleifar úr hreinu áli.

 

 

Leiðtogi tækniteymis steypuskála

Ábyrgð og verkefni

 • Skipuleggja og leiða starf tækniteymis steypuskála
 • Hafa umsjón með gerð áætlana og greiningu gagna
 • Leita stöðugra umbóta á framleiðsluferlum
 • Samstarf um tæknimál við önnur framleiðlsusvæði
 • Tengiliður við framleiðendur búnaðar og tækniteymi Alcoa á heimsvísu
 • Tryggja þjálfun og hæfni í teyminu og stuðla að jákvæðum teymisanda

 

Hæfniskröfur

 • Hagnýt menntun í verkfræði eða tæknifræði
 • Reynsla af stjórnun og framleiðslu
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Jákvæðni og lipurð í samskiptum
 • Hæfni til að miðla þekkingu og virkja aðra
 • Starfið krefst í senn frumkvæðis og teymisvinnu