Sérfræðingur í starfsmanna- og launadeild

 • Kópavogsbær
 • Kópavogur, Ísland
 • 14/04/2019
Fullt starf Skrifstofustörf

Um starfið

Hjá starfsmanna- og launadeild Kópavogsbæjar starfa 11 starfsmenn og þar af sinna sjö þeirra launavinnslu til um 3000 starfsmanna mánaðarlega. Auk launavinnslu sinnir deildin ráðgjöf á sviði vinnuréttar og kjaramála og hefur umsjón með launa- og viðverukerfum bæjarins. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem býr yfir mikilli samskiptahæfni og hefur þekkingu og getu til að starfa að fjölbreyttum verkefnum er varða launaumsýslu. Unnið er með mannauðs- og launakerfi SAP og tímaskráningarkerfið Vinnustund. Unnið er samkvæmt verkferlum í vottuðu gæðakerfi.

Um framtíðarstarf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. viðskiptafræði, hagfræði eða sambærileg menntun
 • Góð þekking og reynsla af launavinnslu og launaumsýslu
 • Þekking og reynsla af mannauðs,- launa- og viðverukerfum
 • Góð þekking á Excel
 • Skipulags- og greiningarhæfni
 • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi og nákvæmni í vinnubrögðum
 • Góð samskipta- og samstarfshæfni
 • Þekking á starfsemi sveitarfélaga er kostur

Helstu verkefni

 • Ráðgjöf varðandi kjarasamninga og launavinnslu
 • Annast launasetningar skv. kjarasamningum og starfsmati
 • Ráðgjöf og kennsla á launa-, viðveru- og áætlunarkerfi bæjarins
 • Skil á launagögnum og uppgjöri til bókhalds og endurskoðunar
 • Vinnsla upplýsinga úr launa- og mannauðskerfi
 • Tölfræðilegar úttektir og greinargerðir

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags innan BHM.

Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2019.

Upplýsingar um starfið gefur Kristrún Einarsdóttir, starfsmannastjóri í síma 441-0000. Einnig má senda fyrirspurnir á kristrun@kopavogur.is.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.