Læknir - starf í klínískum erfða- og litningarannsóknum

  • Landspítali
  • Landspítalinn, Hringbraut, Reykjavík, Ísland
  • 14/04/2019
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Laust er til umsóknar starf sérfræðings við erfða- og sameindalæknisfræðideild á rannsóknarsviði Landspítala. Starfs- og ábyrgðarlýsing tekur mið af menntun og hæfni þess sem ráðinn er.
Á erfða- og sameindalæknisfræðideild (ESD) fer fram fjölbreytt starfsemi. ESD veitir alhliða erfðaheilbrigðisþjónustu og hún er eina deildin sinnar tegundir á Íslandi. Á ESD er göngudeild og ráðgjafaeining. Deildin rekur einnig sérhæfðar rannsóknarstofur til að greina erfðasjúkdóma, meta erfðaáhættu og í fósturskimun og nýburaskimun. Notaðar eru margvíslegar rannsóknategundir í lífefnaerfðafræði, sameindaerfðafræði og litningarannsóknum. Erfðamengisrannsóknir eru nýtt og hrattvaxandi svið.

Á ESD fer fram öflug kennsla, þjálfun og vísindarannsóknir í samvinnu við ýmsa aðila innan og utan spítalans. Deildin er í formlegum tengslum við lífefna- og sameindalíffræðasvið læknadeildar Háskóla Íslands. Akademískar nafnbætur eru mögulegar fyrir umsækjendur með viðeigandi bakgrunn og virkni í vísindarannsóknum.

Vinnuandinn á deildinni einkennist af samvinnu, lipurð, stuðningi, metnaði og góðum liðsanda. Unnið er í öflugum þverfaglegum teymum innan og utan deildar og í nánu samstarfi við aðrar starfsemi spítalans.

Helstu verkefni og ábyrgð » Sérfræðiumsjón með rannsóknum á ákveðnum sviðum
» Yfirferð tilfella, svörun rannsókna þ.m.t. túlkun og ráðgjöf tengd þeim
» Þróun og uppsetning, eftirlit nýrra rannsókna
» Stefnumótun og þróun þjónustu í samráði við stjórnendur
» Önnur verkefni sem taka mið af þekkingu og reynslu viðkomandi
» Ráðgjöf á sínu sérsviði
» Kennsla og vísindarannsóknir

» Sérfræðiumsjón með rannsóknum á ákveðnum sviðum
» Yfirferð tilfella, svörun rannsókna þ.m.t. túlkun og ráðgjöf tengd þeim
» Þróun og uppsetning, eftirlit nýrra rannsókna
» Stefnumótun og þróun þjónustu í samráði við stjórnendur
» Önnur verkefni sem taka mið af þekkingu og reynslu viðkomandi
» Ráðgjöf á sínu sérsviði
» Kennsla og vísindarannsóknir

Hæfnikröfur » Almennt lækningaleyfi
» Sérfræðiþekking í klínískum erfða- og/eða litningarannsóknum
» Vilji til frekari sérhæfingar í samráði við stjórnendur deildarinnar
» Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
» Hæfni og geta til að vinna sjálfstætt og í teymi
» Reynsla í kennslu- og vísindavinnu er æskileg

» Almennt lækningaleyfi
» Sérfræðiþekking í klínískum erfða- og/eða litningarannsóknum
» Vilji til frekari sérhæfingar í samráði við stjórnendur deildarinnar
» Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
» Hæfni og geta til að vinna sjálfstætt og í teymi
» Reynsla í kennslu- og vísindavinnu er æskileg

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Starfið veitist frá 1. september 2019 eða eftir nánara samkomulagi. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá og starfsleyfi. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 01.07.2019 Nánari upplýsingar Jón Jóhannes Jónsson, jonjj@landspitali.is, 824 5917 LSH Erfða- og sameindalæknisfræðideild Hringbraut 101 Reykjavík