SORPA bs. - Fjármáladeild - Sumarafleysingar

  • SORPA bs.
  • Gylfaflöt 5, Reykjavík, Ísland
  • 15/04/2019
Sumarstarf Skrifstofustörf

Um starfið

SORPA bs. óskar eftir að ráða starfsmann í sumarafleysingar í fjármáladeild.

Starfsmaður mun skrá inn rekstrarreikninga og innheimtu ásamt því að sinna móttöku á starfstímanum með tilheyrandi skrifstofustörfum.

Vinnutími er frá 08:15-16:15 alla virka daga.

Ráðningartími er u.þ.b. frá miðjum maí til loka ágúst 2019.

Starfsstöð er að Gylfaflöt 5, 112 Rvk.

 

Hæfniskröfur:

20 ára og eldri

Reynsla og þekking á færslu bókhalds.

Að hafa áhuga á bókhaldi og skrifstofustörfum.

Þekking á AX bókhaldskerfi, kostur.

Færni í töflureikni.

Færni í mannlegum samskiptum.

Nákvæmni og tölugleggni.

Áreiðanleiki og stundvísi.

 

Tekið er á móti umsóknum á heimsíðu SORPU bs.

https://sorpa.is/um-sorpu/saekja-um-starf