Hjúkrunarfræðingur/ dagvinna - Göngudeild smitsjúkdóma Fossvogi

  • Landspítali
  • Fossvogi, 108 Reykjavík
  • 16/04/2019
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Laust er til umsóknar starf hjúkrunarfræðings á göngudeild smitsjúkdóma á A3 Landspítala Fossvogi frá og með 1. júní 2019 eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 80-100% og eingöngu er unnið í dagvinnu. Í boði er góð aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingi.

Göngudeild smitsjúkdóma sinnir fjölbreyttum hópi sjúklinga innan smitsjúkdómasérgreinarinnar. Á göngudeildinni sinnir teymi sérfræðilækna og hjúkrunarfræðinga lögbundnu eftirliti með HIV jákvæðum á Íslandi ásamt öðrum tilkynningarskyldum smitsjúkdómum á Íslandi.

Við viljum ráða hjúkrunarfræðing með áhuga á hjúkrun jaðarsettra einstaklinga sem og áhuga á smitsjúkdómum og forvörnum. Velkomið að kíkja í heimsókn, áhugasamir hafið samband við Geirnýju, deildarstjóra

Helstu verkefni og ábyrgð » Utanumhald og eftirfylgni með HIV jákvæðum
» Stuðningur og fræðsla til nýgreindra HIV jákvæðra
» Stuðningur, skaðaminnkandi íhlutanir og lyfjaskömmtun til HIV jákvæðra jaðarhópa
» Ráðgjöf vegna skimunar á tilkynningarskyldum smitsjúkdóma
» Smitrakning vegna greiningar á tilkynningarskyldum smitsjúkdómum
» Utanumhald vegna PEP og PrEP (fyrirbyggjandi lyfjameðferð gegn HIV)
» Ráðgjöf og meðferð gegn lifrarbólgu C
» Utanumhald og eftirfylgni vegna sýklalyfjagjafa í heimahúsi (sýklalyfjadælur, OPAT)
» Sárameðferð
» Bólusetningar til sendifulltrúa RKÍ og Alþjóðasveitar Landsbjargar

» Utanumhald og eftirfylgni með HIV jákvæðum
» Stuðningur og fræðsla til nýgreindra HIV jákvæðra
» Stuðningur, skaðaminnkandi íhlutanir og lyfjaskömmtun til HIV jákvæðra jaðarhópa
» Ráðgjöf vegna skimunar á tilkynningarskyldum smitsjúkdóma
» Smitrakning vegna greiningar á tilkynningarskyldum smitsjúkdómum
» Utanumhald vegna PEP og PrEP (fyrirbyggjandi lyfjameðferð gegn HIV)
» Ráðgjöf og meðferð gegn lifrarbólgu C
» Utanumhald og eftirfylgni vegna sýklalyfjagjafa í heimahúsi (sýklalyfjadælur, OPAT)
» Sárameðferð
» Bólusetningar til sendifulltrúa RKÍ og Alþjóðasveitar Landsbjargar

Hæfnikröfur » Faglegur metnaður og áhugi á hjúkrun jaðarsettra einstaklinga
» Áhugi á smitsjúkdómum og forvörnum
» Stundvísi og áreiðanleiki
» Færni til að vinna í teymi og sjálfstætt
» Íslenskt hjúkrunarleyfi

» Faglegur metnaður og áhugi á hjúkrun jaðarsettra einstaklinga
» Áhugi á smitsjúkdómum og forvörnum
» Stundvísi og áreiðanleiki
» Færni til að vinna í teymi og sjálfstætt
» Íslenskt hjúkrunarleyfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 80 - 100% Umsóknarfrestur 06.05.2019 Nánari upplýsingar Geirný Ómarsdóttir, geirnyo@landspitali.is, 543 6045/ 824 5100 LSH Göngudeild lyflækninga F Fossvogi 108 Reykjavík