Hjúkrunarfræðingur á dag- og göngudeild augnlækninga

  • Landspítali
  • Eiríksgötu 37, 101 Reykjavík
  • 17/04/2019
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Á dag- og göngudeild augnlækninga er laus til umsóknar staða hjúkrunarfræðings. Um er að ræða allt að 80% starfshlutfall í dagvinnu. Starfið er fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt og góður starfsandi er ríkir á deildinni. Í boði er góð einstaklingsaðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga.

Helstu verkefni og ábyrgð » Móttaka sjúklinga, forskoðanir og undirbúningur fyrir aðgerðir, sjónmælingar, sjónsviðsmælingar, augnbotnamyndatökur, fræðsla, móttaka á skurðstofu fyrir lyfjagjafir og fleiri verkefni
» Ákveður, skipuleggur og veitir hjúkrunarmeðferð í samráði við skjólstæðinga og ber ábyrgð á meðferð samkvæmt starfslýsingu

» Móttaka sjúklinga, forskoðanir og undirbúningur fyrir aðgerðir, sjónmælingar, sjónsviðsmælingar, augnbotnamyndatökur, fræðsla, móttaka á skurðstofu fyrir lyfjagjafir og fleiri verkefni
» Ákveður, skipuleggur og veitir hjúkrunarmeðferð í samráði við skjólstæðinga og ber ábyrgð á meðferð samkvæmt starfslýsingu

Hæfnikröfur » Faglegur metnaður og frumkvæði
» Góð samskiptahæfni
» Sjálfstæði í vinnubrögðum
» Framhalds- eða viðbótarmenntun er æskileg, ekki skilyrði
» Íslenskt hjúkrunarleyfi

» Faglegur metnaður og frumkvæði
» Góð samskiptahæfni
» Sjálfstæði í vinnubrögðum
» Framhalds- eða viðbótarmenntun er æskileg, ekki skilyrði
» Íslenskt hjúkrunarleyfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 60 - 80% Umsóknarfrestur 07.05.2019 Nánari upplýsingar Dögg Harðardóttir, dogghard@landspitali.is , 824 5635 LSH Dag- og göngudeild augnlækninga Eiríksgötu 37 101 Reykjavík