BIFVÉLAVIRKI Á glæsilegasta verkstæði landsins

  • Veltir Bílaumboð
  • Hádegismóar 8, Reykjavík, Ísland
  • 26/04/2019
Fullt starf Bílar Iðnaðarmenn

Um starfið

Brimborg hefur opnað glæsilegasta vörubifreiða- og rútuverkstæði landsins undir nafninu Veltir að
Hádegismóum 8 í Árbæ. Um er að ræða glænýja og vel tækjum búna þjónustumiðstöð fyrir Volvo
atvinnutæki en rík áhersla er lögð á fagmennsku og góða umgengni í frábærri starfsmannaaðstöðu
og framúrskarandi vinnuumhverfi.
Komdu í hóp 40 frábærra fagmanna hjá Velti.

STUTT STARFSLÝSING
Vinna við bilanagreiningu og viðgerðir á vörubílum og rútum
Þátttaka í þjálfun og símenntun

HÆFNISKRÖFUR
Réttindi í bifvélavirkjun/vélvirkjun eða mikil reynsla í faginu
Gilt bílpróf, meirapróf æskilegt
Góð þjónustulund og vilji til að vera virkur hluti af góðri liðsheild

Kynntu þér starfið nánar og sæktu um á veltir.is

Þú færð allar upplýsingar hjá Jóhanni Rúnari, þjónustustjóra, í síma 510 9102. Hringdu núna!

Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um.