Námsstöður deildarlækna á bæklunarskurðdeild

  • Landspítali
  • Hringbraut, 101 Reykjavík
  • 09/05/2019
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Lausar eru til umsóknar námsstöður deildarlækna á bæklunarskurðdeild Landspítala. Starfshlutfall er 100% og veitast störfin frá 1. september 2019 eða eftir nánara samkomulagi, til allt að tveggja ára eða samkvæmt samkomulagi.

Starfsnámið gefur góða reynslu í bæklunar- og handarskurðlækningum og hentar vel þeim sem hyggja á sérnám í þeim greinum, einnig öðrum s.s. verðandi heilsugæslulæknum og þeim sem hafa í hyggju að starfa á landsbyggðinni.
Námið og marklýsingin er að fyrirmynd sænska sérnámsins í bæklunarskurðlækningum.
Skipulögð er kennsla mánaðarlega, ásamt greinafundum og vikulegum leskúrs með spurningum úr Millers Review of Orthopeadics.

Helstu verkefni og ábyrgð » Klínísk vinna á bráðamóttöku, legu- og göngudeildum bæklunarskurðdeildar auk vaktaskyldu
» Þátttaka í kennslu- og fræðslustarfi sérgreina
» Þátttaka í vísindastarfi, þróunar- og gæðaverkefnum
» Handleiðsla og kennsla kandídata og læknanema

» Klínísk vinna á bráðamóttöku, legu- og göngudeildum bæklunarskurðdeildar auk vaktaskyldu
» Þátttaka í kennslu- og fræðslustarfi sérgreina
» Þátttaka í vísindastarfi, þróunar- og gæðaverkefnum
» Handleiðsla og kennsla kandídata og læknanema

Hæfnikröfur » Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
» Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
» Áreiðanleiki, stundvísi og árangursmiðað viðhorf
» Íslenskt lækningaleyfi er skilyrði og lágmarkskunnátta í íslensku er nauðsynleg

» Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
» Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
» Áreiðanleiki, stundvísi og árangursmiðað viðhorf
» Íslenskt lækningaleyfi er skilyrði og lágmarkskunnátta í íslensku er nauðsynleg

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt lækningaleyfi. Umsækjendum sem uppfylla skilyrði verður boðið í viðtal og byggir ráðning m.a. á frammistöðu í viðtali og innsendum gögnum. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 11.06.2019 Nánari upplýsingar Sigurveig Pétursdóttir, dbaeklun@landspitali.is , 543 5075 LSH Aðstoðar- og deildarlæknar SKU Hringbraut 101 Reykjavík