Sjúkraliði óskast á speglunardeild Landspítala

  • Landspítali
  • , 101 Reykjavík
  • 09/05/2019
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Starf sjúkraliða á speglunardeild Landspítala er laust til umsóknar. Um er að ræða dagvinnu og sérhæft starf sem veitist frá 1. júlí 2019 eða eftir nánara samkomulagi. Á Speglunardeild eru gerðar maga-, ristil-, gallvega og lungnaspeglanir, auk ómspeglana ásamt því að gerð eru flókin inngrip í speglunum s.s. stoðnetsísetningar. Starfið er því fjölbreytt og krefjandi.

Á deildinni starfar um 25 manna hópur samhentra starfsmanna í nánu samstarfi við marga sérfræðinga Landspítala. Starfsstöðvar eru tvær, við Hringbraut þar sem stærri hluti speglana fer fram og í Fossvogi. Þjónusta við sjúklinga hefur verið bætt og aukin, mikil og góð samvinna er við aðra starfsemi spítalans og hafa svæfingar við flóknari inngrip aukist mikið. Það hefur verið forsenda fyrir því að nýjar tegundir inngripa eru í boði og eru frekari nýjungar og framþróun á stefnuskránni. Starfsmenn gegna stóru hlutverki í þessari þróun, sem mun halda áfram þegar speglunardeild flytur í nýjan meðferðarkjarna.

Stafsánægja á deildinni er með því besta sem gerist á Landspítala. Hér skipta góð samskipti og gagnkvæm virðing miklu máli, sem og skýr meðferðarmarkmið og áþreifanlegur árangur. Áhersla er lögð á að taka vel á móti nýjum starfsmönnum og að veita góða og markvissa aðlögun. Velkomið að kíkja í heimsókn, áhugasamir hafið samband við Þórhildi deildarstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð » Einstaklingshæfð hjúkrun við undirbúning, fræðslu, framkvæmd og umönnun við speglanir
» Vöktun sjúklinga á vöknun Speglunardeildar eftir slævingu í speglun
» Sótthreinsun á sérhæfðum tækjum og áhöldum
» Frágangur á vörum, áfylling á stofur, undirbúningur fyrir speglanir og frágangur eftir þær

» Einstaklingshæfð hjúkrun við undirbúning, fræðslu, framkvæmd og umönnun við speglanir
» Vöktun sjúklinga á vöknun Speglunardeildar eftir slævingu í speglun
» Sótthreinsun á sérhæfðum tækjum og áhöldum
» Frágangur á vörum, áfylling á stofur, undirbúningur fyrir speglanir og frágangur eftir þær

Hæfnikröfur » Góð samskiptahæfni og sjálfstæð vinnubrögð
» Hæfni til að geta starfað í teymi
» Faglegur metnaður og áhugi á nýjungum
» Stundvísi og áreiðanleiki
» Íslenskt sjúkraliðaleyfi
» Góð almenn tölvukunnátta

» Góð samskiptahæfni og sjálfstæð vinnubrögð
» Hæfni til að geta starfað í teymi
» Faglegur metnaður og áhugi á nýjungum
» Stundvísi og áreiðanleiki
» Íslenskt sjúkraliðaleyfi
» Góð almenn tölvukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 80 - 100% Umsóknarfrestur 03.06.2019 Nánari upplýsingar Þórhildur Höskuldsdóttir, thorhiho@landspitali.is, 825 6030 Elín Hilmarsdóttir, elinhilm@landspitali.is, 824 5207 LSH Speglun H Hringbraut 101 Reykjavík