HAFNASTJÓRI NORÐURÞING

 • Fast ráðningar
 • Norðurþing, Ísland
 • 10/05/2019
Fullt starf Iðnaðarmenn Sjávarútvegur Stjórnendur

Um starfið

Norðurþing auglýsir starf hafnastjóra laust til umsóknar.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Hafnastjóri ber ábyrgð á daglegri starfsemi hafna Norðurþings á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn, rekstri þeirra og uppbyggingu.  Hafnastjóri sinnir starfi sínu bæði á skrifstofu og á hafnarsvæði og undir hann heyra starfsmenn hafna Norðurþings. Hann annast fjármálastjórn hafnanna og sér um áætlanagerð og kostnaðareftirlit ásamt því að sinna markaðssetningu og upplýsingagjöf um starfsemina. Hafnastjóri heyrir beint undirsveitarstjóra Norðurþings og er starfsmaðurskipulags- og framkvæmdaráðs, sem fer með stjórn hafnasjóðs.
 


Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun sem nýtist í starfi, svo sem skipstjórnar- eða vélstjórnarréttindi

 • Tækni- og/eða iðnmenntun er kostur

 • Reynsla af stjórnun og rekstri nauðsynleg

 • Reynsla af rekstri hafna er æskileg

 • Reynsla af mannvirkjagerð og eftirliti með framkvæmdum kostur

 • Þekking á aðstæðum við hafnir Norðurþingser kostur

 • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum skilyrði

 • Góð almenn tölvukunnátta skilyrði

 • Góð íslensku- og enskukunnátta


Starfshlutfallið er 100%. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
 

Umsóknarfrestur til og með 26. maí