Verkefnastjóri sterkstraums

  • RAFMENNT, fræðslusetur rafiðnaðarins
  • Stórhöfði 27, Reykjavík, Ísland
  • 10/05/2019
Fullt starf Iðnaðarmenn Sérfræðingar

Um starfið

RAFMENNT, fræðslusetur rafiðnaðarins, óskar eftir að ráða verkefnastjóra í sterkstraumi


RAFMENNT er samstarfsvettvangur Rafiðnaðarskólans og Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins og hefur það hlutverk að
bjóða fræðslu og styðja fræðslutengd verkefni með það að markmiði að uppfylla fræðsluþörf á sviði rafiðnaðar og svara
þannig þörfum atvinnulífsins á hverjum tíma. Félögin eru í eigu SART og RSÍ.

Starfssvið
• Skipulag og umsjón námskeiða
• Handleiðsla og kennsla
• Þróun og nýsköpun
• Kynningarmál
• Gæðamál

Hæfniskröfur
• Reynsla af störfum innan sterkstraums
• Reynsla af forritun stýringa kostur
• Reynsla af kennslu kostur
• Góð samskiptahæfni
• Frumkvæði og lausnamiðuð nálgun
• Gott vald á íslensku og ensku í tali og ritun

Menntunarkröfur
• Sveinspróf innan rafiðngreina sterkstraums
• Menntun á fagháskólastigi innan sterkstraums
• Kennsluréttindi kostur
• Tæknimenntun á háskólastigi kostur

Umsóknir skulu sendar til framkvæmdastjóra sem veitir nánari upplýsingar um starfið á netfangið thor@rafmennt.is.

Umsókn um starfið skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf.

Umsóknarfrestur er til og með 26. maí nk.