Garðabær auglýsir eftir talmeinafræðingi til starfa

 • Garðabær
 • Garðabær, Ísland
 • 10/05/2019
Hlutastarf Heilbrigðisþjónusta Sérfræðingar

Um starfið

Laus er til umsóknar 50-70% staða talmeinafræðings hjá Garðabæ.

 

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Annast greiningu og ráðgjöf vegna málþroskavanda barna á leikskólum
 • Veita foreldrum og starfsmönnum leikskóla fræðslu og ráðgjöf
 • Taka þátt í þverfaglegri vinnu
 • Koma að móttöku barna með annað tungumál
 • Sinna talþjálfun barna skv. samkomulagi Velferðarráðuneytis og sveitarfélaga
 • Vinna samkvæmt verklagi um sérfræðiþjónustu skóladeildar Garðabæjar

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Starfsleyfi sem talmeinafræðingur
 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og skipulagshæfni
 • Hæfni til að sinna fræðslu og ráðgjöf til foreldra- og starfsmannahópa

 

Umsóknarfrestur er til og með 24. júní 2019.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Eiríkur Björn Björgvinsson í síma 5258500 eða í tölvupósti á netfangið eirikurbjorn@gardabaer.is

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðaeigandi stéttarfélags.

Áhugasamir einstaklingar, án tilliti til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.