Yfirverkstjóri á Húsavík

  • Vegagerðin
  • Húsavík, Ísland
  • 10/05/2019
Fullt starf Iðnaðarmenn Stjórnendur Önnur störf

Um starfið

Starf yfirverkstjóra við þjónustustöðina á Húsavík er laust til umsóknar. Um 100% starf er að ræða. Yfirverkstjóri ber ábyrgð á rekstri og verkefnum þjónustustöðvarinnar á Húsavík. Hann sér til þess að verkefni séu leyst samkvæmt verklagsreglum, skipuriti og markmiðum Vegagerðarinnar.

Starfssvið

Almenn þjónusta og viðhald vega sem og vegbúnaðar á svæði þjónustustöðvar á Húsavík. Viðhald og þjónusta á malarvegum og bundnu slitlagi, umsjón með lagerhaldi og áhaldahúsi. Eftirlit og stjórnun verkefna í sumarþjónustu sem og samskipti við verktaka. Eftirlit í vetrarþjónustu með færð á vegum, upplýsingagjöf og stjórnun snjómoksturs í samvinnu við vaktstöð Vegagerðarinnar. Samskipti og eftirlit með verktökum í vetrarþjónustu.

Menntunar- og hæfniskröfur

• Almennt grunnnám.

• Marktæk reynsla af stjórnun.

• Verkstjórnarnámskeið er æskilegt.

• Góð íslenskukunnátta.

• Góð tölvukunnátta.

• Starfsreynsla sem nýtist í starfi.

• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.

• Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp.

 

Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og Sambands stjórnendafélaga.

Umsóknarfrestur er til og með 27. maí 2019.

Umsóknir berist Vegagerðinni, á netfangið starf@vegagerdin.is .

Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og hæfni sem óskað er eftir. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar um starfið veita Heimir Gunnarsson yfirmaður þjónustustöðva 522 1861 og í gegnum netfangið heimir.gunnarsson@vegagerdin.is

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.