Sérfræðingur í barnahjúkrun

  • Landspítali
  • Hringbraut, 101 Reykjavík
  • 13/05/2019
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Laus er til umsóknar staða sérfræðings í barnahjúkrun við göngudeild Barnaspítala Hringsins Landspítala. Starfshlutfall er 80%. Starfið veitist frá júlí 2019 eða eftir samkomulagi.

Sérfræðingur í hjúkrun starfar samkvæmt starfslýsingu en meginhlutverk auk klínískra starfa er ráðgjöf og kennsla til starfsfólks og nemenda auk rannsóknar- og þróunarvinnu. Enn fremur felur starfið í sér uppbyggingu, samræmingu og skipulagningu þjónustu við sjúklinga í samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir.

Helstu verkefni og ábyrgð » Þróun hjúkrunar innan sérgreinar
» Gæða- og rannsóknarvinna, þekkingarþróun og innleiðing nýjunga
» Kennsla, fræðsla og ráðgjöf
» Þróun og uppbygging hjúkrunar barna með langvinna sjúkdóma á göngudeild Barnaspítala Hringsins, með sérstakri áherslu á hjúkrun barna með taugasjúkdóma
» Klínísk störf á göngudeild

» Þróun hjúkrunar innan sérgreinar
» Gæða- og rannsóknarvinna, þekkingarþróun og innleiðing nýjunga
» Kennsla, fræðsla og ráðgjöf
» Þróun og uppbygging hjúkrunar barna með langvinna sjúkdóma á göngudeild Barnaspítala Hringsins, með sérstakri áherslu á hjúkrun barna með taugasjúkdóma
» Klínísk störf á göngudeild

Hæfnikröfur » Sérfræðileyfi í barnahjúkrun í samræmi við reglugerð nr. 124/2003 um sérfræðileyfi í hjúkrun
» A.m.k. 5 ára starfsreynsla við barnahjúkrun
» Reynsla af teymisvinnu, kennslu, rannsóknum, gæða- og þróunarstarfi
» Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar
» Íslenskt hjúkrunarleyfi

» Sérfræðileyfi í barnahjúkrun í samræmi við reglugerð nr. 124/2003 um sérfræðileyfi í hjúkrun
» A.m.k. 5 ára starfsreynsla við barnahjúkrun
» Reynsla af teymisvinnu, kennslu, rannsóknum, gæða- og þróunarstarfi
» Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar
» Íslenskt hjúkrunarleyfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá. Jafnframt skal leggja fram afrit af prófskírteinum og hjúkrunarleyfi ásamt afriti af ritgerðum, þróunarverkefnum og vísindastörfum sem umsækjandi hefur unnið, tekið þátt í að vinna eða birt.
Mat hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 80% Umsóknarfrestur 27.05.2019 Nánari upplýsingar Ingileif Sigfúsdóttir, ingilsig@landspitali.is, 543 3705/ 824 5862 LSH Göngudeild BH Hringbraut 101 Reykjavík