Verkefnastjóri

 • Landssamband kúabænda
 • Hagatorg, Reykjavík, Ísland
 • 21/05/2019
Fullt starf Rannsóknir Ráðgjafar Sérfræðingar Sölu og markaðsstörf Önnur störf

Um starfið

Landssamband kúabænda auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra.

Starfið felst í greiningu á íslenskum nautakjötsmarkaði og markaðsfærslu íslenskrar nautakjötsframleiðslu. Skrifstofa Landssambands kúabænda er í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík og möguleiki á skrifstofu til umráða þar en starfið er auglýst án búsetuskilyrða. Starfinu gætu fylgt einhver ferðalög ef nánari útfærsla verkefnisins í samráði við stjórn LK krefst þess. Um er að ræða 100% vinnuhlutfall fyrir einn starfsmann í 12-18 mánuðir en skil á lokaskýrslu eru áætluð fyrir lok árs 2020. Vinnutilhögun og vinnutími verður eftir nánara samkomulagi við stjórn.

Verkefnið sem um ræðir snýr meðal annars að greiningu á framleiðslukostnaði og getu, samræmingu í framleiðslu og eftirspurn, úttekt á samkeppnisstöðu íslensks nautakjöts ásamt markaðsyfirferð og úrvinnslu í framsetningu, merkingum, straumum og stefnum þegar kemur að vöruframsetningu og þróun nautakjöts.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Viðeigandi greiningar, markaðsátak og ráðstafanir samkvæmt verklýsingu
 • Áætlanagerð, undirbúningur og frágangur
 • Upplýsingaöflun og úrvinnsla þeirra með aðgerðum til úrbóta
 • Samskipti við og vinna með bændum, ráðunautum, samtökum bænda, ráðuneytum, sláturleyfishöfum, ráðgjöfum og öðrum stofnunum til aðgerða í markaðsmálum
 • Samskipti við og upplýsingagjöf til stjórnar og framkvæmdarstjóra Landssambands kúabænda m.a. með áfangaskýrslum
 • Lokaskýrsla verkefnis og kynningafundir/kynningaefni
 • Komið gæti til annarra tilfallandi verkefna í tengslum við starfsumhverfi

Hæfnikröfur

 • Þekking og reynsla af nautgriparækt eða matvælaiðnaði er kostur
 • Einhver þekking á stoðkerfi landbúnaðar, helstu stofnunum og félagskerfi bænda er kostur
 • Mjög gott vald á íslensku er nauðsyn, önnur tungumálakunnátta er kostur
 • Góð tölvukunnátta er nauðsyn, reynsla af skýrslugerð er kostur
 • Viðkomandi þarf að geta sýnt frumkvæði, vera ábyrgur, vandvirkur og talnaglöggur
 • Jafnframt að vera jákvæður og hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum

Nánari upplýsingar veitir:

Jóhanna María Sigmundsdóttir, framkvæmdarstjóri LK í síma 845-1859 eða gegnum netfangið lk@naut.is

Umsóknir óskast sendar á lk@naut.is og þeim skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.

Umsóknarfrestur er til og með 31.maí 2019.