Sérfræðingur í hjúkrun á lyflækningasviði

  • Landspítali
  • , 108 Reykjavík
  • 16/05/2019
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta Skrifstofustörf

Um starfið

Laust er til umsóknar starf sérfræðings í krabbameinshjúkrun. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. júlí 2019 eða eftir samkomulagi.

Sérfræðingur í hjúkrun starfar samkvæmt starfslýsingu. Meginhlutverk auk klínískra starfa felast í þróunar- og gæðavinnu á sviði krabbameinshjúkrunar og í tengslum við stofnfrumumeðferðir ásamt uppbyggingu, samræmingu og skipulagningu þjónustu fyrir sjúklinga í samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir. Enn fremur felur starfið í sér ráðgjöf og kennslu til starfsfólks og nemenda.

Helstu verkefni og ábyrgð » Gæðavinna, þekkingarþróun og innleiðing nýjunga í hjúkrun einstaklinga með krabbamein.
» Þróun hjúkrunar innan sérgreinar með áherslu á hjúkrun sjúklinga sem fara í stofnfrumumeðferðir
» Klínísk störf
» Kennsla, fræðsla og rannsóknir
» Ráðgjöf

» Gæðavinna, þekkingarþróun og innleiðing nýjunga í hjúkrun einstaklinga með krabbamein.
» Þróun hjúkrunar innan sérgreinar með áherslu á hjúkrun sjúklinga sem fara í stofnfrumumeðferðir
» Klínísk störf
» Kennsla, fræðsla og rannsóknir
» Ráðgjöf

Hæfnikröfur » Meistara- eða doktorspróf í hjúkrun
» Sérfræðileyfi í hjúkrun í áðurnefndri sérgrein, í samræmi við reglugerð nr. 124/2003 um sérfræðileyfi í hjúkrun
» 5 ára starfsreynsla
» Leiðtoga- og samstarfshæfileikar

» Meistara- eða doktorspróf í hjúkrun
» Sérfræðileyfi í hjúkrun í áðurnefndri sérgrein, í samræmi við reglugerð nr. 124/2003 um sérfræðileyfi í hjúkrun
» 5 ára starfsreynsla
» Leiðtoga- og samstarfshæfileikar

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn skulu fylgja vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf, reynslu af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum ásamt sérprentun eða ljósriti af greinum sem umsækjandi kann að hafa birt eða skrifað.

Allar umsóknir verða sendar til stöðunefndar hjúkrunarráðs Landspítala. Ákvörðun um ráðningu byggir á viðtölum við umsækjendur, innsendum gögnum og umsögn stöðunefndar hjúkrunarráðs. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.


Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 03.06.2019 Nánari upplýsingar Gyða Baldursdóttir, gydabald@landspitali.is, 824 5233 Þórdís Ágústa Ingólfsdóttir, thoring@landspitali.is, 824 5480 LSH Skrifstofa lyflækningasviðs Fossvogi 108 Reykjavík